Edda Sif opnar sig um alvarlega líkamsárás

Edda Sif Pálsdóttir opnar sig í Vikunni um alvarlegt ofbeldi.
Edda Sif Pálsdóttir opnar sig í Vikunni um alvarlegt ofbeldi. Ljósmynd/Rúv

Fjölmiðlakonan Edda Sif Pálsdóttir opnar sig í fyrsta skipti um alvarlega líkamsárás sem hún varð fyrir fyrir tíu árum í nýjasta tölublaði Vikunnar. Fyrrverandi kærasti og samstarfsmaður beitti hana ofbeldi. 

Edda Sif segist aldrei hafa viljað tala um atvikið opinberlega fyrr en nú. 

„Ég komst að því þegar ég byrjaði í EMDR áfallameðferð fyrir einu og hálfu ári að augnablikið þegar ég hélt að ég myndi deyja var ekki það versta í þessu öllu saman heldur það sem á eftir kom; það sem fólk sagði og sagði ekki,“ segir Edda Sif. Hún segir að fólk ekki vitað hvað gekk á auk þess sem hún segir að blaðamenn hafi ítrekað reynt að fá hana til að segja sögu sína þegar hún var ekki tilbúin til þess. 

Edda Sif starfaði á íþróttadeild RÚV en það var fyrrverandi kærasti hennar sem beitti hana ofbeldi. Hún segir að hún hafi verið í sambandi við samstarfsfélaga sem var 14 árum eldri en hún. Hún var rúmlega tvítug þegar þau byrjuðu saman og þó hún sjái valdaójafnvægið núna upplifði hún sig fullorðna á þessum tíma.

Hún lýsir sambandinu sem stormasömu en botninum var náð á Grand Hótel í janúar 2012 eftir að kjöri á íþróttamanni ársins lauk. 

„Eins og ég segi, þá var margt búið að ganga á sem ég sagði engum frá en þarna gat ég ekki verndað hann lengur. Samstarfsfólk mitt af RÚV fór með mig upp á Bráðamóttöku og þegar lögreglan gekk inn á stofuna þar sem ég var, áttaði ég mig svolítið á því að þetta var komið úr böndunum.“

Edda Sif varð fyrir vonbrigðum með vinnubrögð lögreglunnar en hún spurði hvort þau myndu ekki bara finna út úr þessu saman, Edda Sif og gerandinn. Hún leitaði nokkrum árum seinna til Bjarkarhlíðar þar sem hún komst í kynni við lögreglukonu sem fór yfir málið með henni.

„Í dag væri líka litið á atvikið sem gerðist kvöldið sem íþróttamaður ársins var kjörinn, sem tilraun til manndráps,“ segir Edda Sif í viðtalinu í Vikunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda