Óttarr kveður Bóksöluna

Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, heldur á vit ævintýranna með kveðjugjöf …
Óttarr Proppé, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, heldur á vit ævintýranna með kveðjugjöf frá Félagsstofnun stúdenta. Ljósmynd/Facebook

Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hefur lokið störfum hjá Bóksölu Stúdenta. Óttarr segir í samtali við mbl.is að ekki sé enn tímabært að greina frá því hvert hans næsta ævintýri yrði.

„Það er ekki tímabært að segja frá því, en það verður gefin út tilkynning á næstu dögum,“ segir Óttarr.

Óttarr var ráðinn verslunarstjóri Bóksölu stúdenta árið 2018 og hefur gegnt starfinu síðan 1. júní það ár. Þar á undan vann hann á vettvangi stjórnmála bæði með Besta flokknum og Bjartri framtíð og gegndi embætti heilbrigðisráðherra árið 2017. 

Árin 1987 til 2010 vann hann sem bóksali hjá Al­menna bóka­fé­lag­inu, Ey­munds­son og Máli og menn­ingu. Þar að auki er hann í hljómsveitinni HAM og Dr. Spock. 

Félagsstofnun stúdenta, sem rekur Bóksöluna, kvaddi Óttarr með heklaðri dúkku af honum sjálfum í síðustu viku. „Eftir fjögur farsæl ár hérna í Bóksölunni ákvað okkar allri besti Óttarr að herja á önnur ævintýri. Vera hans hjá okkur hefur reynst öllum Háskólasvæðinu ómetanleg. Við munum auðvitað sakna þess að hafa ekki mann á svæðinu sem er með tíu í svissneskum bókmenntum og ellefu í dansi. En sama sinnis óskum við Óttarri velgengis í sinni næstu svaðilför og þökkum kærlega fyrir okkur,“ segir í færslu Bóksölunnar á Facebook.

Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda