Sveitarómantík í sælureit á Efra-Nesi

Jón Ólafur Magnússon og Jóhanna Eyjólfsdóttir.
Jón Ólafur Magnússon og Jóhanna Eyjólfsdóttir. Ljósmynd/aðsend

Hjón­in Jón Ólaf­ur Magnús­son og Jó­hanna Eyj­ólfs­dótt­ir létu gaml­an draum verða að veru­leika fyr­ir sex árum þegar þau ákváðu að festa kaup á fornu sveita­býli á Efra-Nesi sem staðsett er í útjaðri við Borg­ar­ness. Þau hafði lengi dreymt um að eign­ast fal­leg­an sveita­bæ og fljót­lega kviknaði sú hug­mynd að setja upp sam­komu­hús sem gæti nýst vel fyr­ir viðburði af ýmsu tagi. 

Sveita­setrið á Efra-Nesi er ein­stak­lega snot­urt og róm­an­tískt þar sem hugsað hef­ur verið fyr­ir hverju ein­asta smá­atriði. Ósnort­in nátt­úru­feg­urð um­hverf­is Efra-Nes ger­ir ver­una þar sér­deil­is töfr­andi og þar eru kjöraðstæður fyr­ir veislu­höld. Á Efra-Nesi eru tvenns kon­ar veislu­rými sem hægt er að nýta hvort held­ur sem um sitj­andi borðhald er að ræða eða stand­andi veisl­ur en veislu­rým­in búa yfir mikl­um sjarma.

Það er fallegt um að litast á Efra-Nesi.
Það er fal­legt um að lit­ast á Efra-Nesi. Ljós­mynd/​aðsend

„Allt er í boði á Efra-Nesi. Við reyn­um að skapa veisl­ur í anda hvers og eins sem bjóða til veislu og setj­um upp veisl­ur eft­ir þeim hug­mynd­um og ósk­um sem til­von­andi brúðhjón hafa,“ seg­ir Jón Ólaf­ur. „Í dag erum við með tvö rými; fjósið og svo hlöðuna. Bæði rým­in geta nýst fyr­ir borðhald. Einnig er hægt að nýta fjósið fyr­ir borðhald og færa sig svo inn í hlöðuna fyr­ir al­vöru sveita­ball,“ seg­ir Jó­hanna og bend­ir um leið á að gott skipu­lag sé það mik­il­væg­asta þegar fagna skal merk­um og stór­um tíma­mót­um í líf­inu, líkt og brúðkaup­um.

Allt hægt að gera með skipu­lagi og næg­um fyr­ir­vara 

„Við höf­um í gegn­um tíðina unnið við að setja upp viðburði við ýms­ar aðstæður,“ seg­ir Jó­hanna en þau Jón Ólaf­ur hafa lengi starfað við viðburðahald hér á landi og kunna því vel til verka. „Um dag­inn var 100 manna hóp­ur frá Hollandi hjá okk­ur á Efra-Nesi og hélt heil­mikla veislu, bæði í fjós­inu og hlöðunni,“ seg­ir hún. „Við höf­um skipu­lagt alls kyns veisl­ur og ferðir á síðustu ára­tug­um. Allt frá því að vera með „gala-dinner“ á svört­um sandi upp í það að vera með yfir 100 manns að gista í tjöld­um á jökli,“ seg­ir Jón Ólaf­ur. 

Brúðkaup á Efra-Nesi geta farið fram allt árið um kring. …
Brúðkaup á Efra-Nesi geta farið fram allt árið um kring. Hver árstíð hef­ur sinn sjarma. Ljós­mynd/​aðsend

„Nú á tím­um er það þannig að fólk hef­ur ýms­ar hug­mynd­ir um það með hvaða hætti gift­ing­in sjálf á að fara fram. Sum­ir velja að fara til sýslu­manns, aðrir velja að hafa at­höfn í kirkju og enn aðrir óska eft­ir því að vera gef­in sam­an á staðnum,“ seg­ir hún og vís­ar til fjöl­breyti­leik­ans. „Það er yf­ir­leitt þannig að fólk vill skipu­leggja þetta sjálft en við erum alltaf til staðar með skemmti­leg­ar hug­mynd­ir ef svo ber und­ir,“ seg­ir Jó­hanna sem er ekki óvön því að skipu­leggja gam­an­sama viðburði. Hún seg­ir Efra-Nes hafa allt upp á að bjóða þegar hjóna­vígsl­ur eru ann­ars veg­ar. Þar sé vel hægt að hafa at­höfn, veislu og ball á staðnum.

Í Fjósinu er hægt að dekka upp borð fyrir 100-120 …
Í Fjós­inu er hægt að dekka upp borð fyr­ir 100-120 gesti. Ein­stak­lega sveitó og fal­legt í senn. Ljós­mynd/​aðsend

„Efra-Nes er fyr­ir alla þá sem lang­ar hafa nátt­úr­una, sveit­ina, róm­an­tík­ina og allt inn­an seil­ing­ar. Fugla­söng­inn, kyrrðina, víðátt­una og allt þetta. Allt gef­ur þetta góðar minn­ing­ar inn í nýtt og gott hjóna­band,“ seg­ir Jó­hanna og ekki ósenni­legt að marg­ir sjái sveita­brúðkaup í hyll­ing­um þegar orð henn­ar eru les­in.

„Ekki má gleyma að Efra-Nes er fyr­ir alla. Það er ekk­ert eins skemmti­legt eins og að fagna merki­leg­um áfanga í góðum fé­lags­skap ætt­ingja, vina eða vinnu­fé­laga. Það er alltaf tími fyr­ir góðar veisl­ur og á Efra-Nesi eru ein­stak­lega góðar aðstæður til þess.“

Rómantík í sveitinni er draumur margra tilvonandi brúðhjóna.
Róm­an­tík í sveit­inni er draum­ur margra til­von­andi brúðhjóna. Ljós­mynd/​aðsend

Sveitaróm­an­tík svíf­ur yfir vötn­um á Efra-Nesi

Að mörgu þarf að hyggja þegar góða veislu gera skal. Þau Jó­hanna og Jón Ólaf­ur mæla með að til­von­andi hjóna­pör heim­sæki Efra-Nes áður en stóri dag­ur­inn renn­ur upp svo hægt sé að gera ráð fyr­ir vega­lengd, tíma­setn­ing­um, upp­röðun og öðru sem viðkem­ur veislu­dag­skrá.

„Gott er að byrja á að heim­sækja staðinn og fá til­finn­ingu fyr­ir vega­lengd­um. Ákveða þarf með nokkr­um fyr­ir­vara hvar gift­ing sjálf á að fara fram, fara yfir tíma­setn­ing­ar og annað þannig að flæði verði gott. Svo þarf að gera ráð fyr­ir að fá ljós­mynd­ara sem mæt­ir á staðinn og verður með í at­höfn og veislu,“ út­skýr­ir Jó­hanna. „Svo þarf að huga að gest­un­um líka. Hvernig þeir eiga að koma sér á staðinn og hvað akst­ur­inn tek­ur lang­an tíma. Einnig get­ur verið bæði gott og gam­an að hafa sæta­ferðir með rút­um til og frá eins og gert var í gamla­daga þegar sveita­böll­in voru við lýði,“ seg­ir Jón Ólaf­ur.

Brúðkaupsgestir dansa inn í sumarnóttina í hlöðunni, allir sællegir að …
Brúðkaups­gest­ir dansa inn í sum­ar­nótt­ina í hlöðunni, all­ir sæl­leg­ir að sjá. Ljós­mynd/​aðsend

„Við Efra-Nes er líka fjöld­inn all­ur af fal­leg­um sveita­hót­el­um sem hægt er að nýta fyr­ir gist­ingu bæði fyr­ir gesti og brúðhjón sé þess frek­ar óskað,“ seg­ir Jó­hanna. „Það er nóg af gist­ingu á svæðinu sem hægt er að koma sér til og frá á ein­fald­an máta,“ bend­ir hún á og hef­ur á réttu að standa því Borg­ar­fjörður lum­ar á feikna­mörg­um gististöðum og þjón­ustu sem hafa fengið góðar um­sagn­ir frá gest­um. 

„Það sem að góð veisla stend­ur fyr­ir er sam­bland af þínu nán­asta fólki, fjöl­skyldu og vin­um. Góð veisla á að búa yfir létt­leika í bland við góðar veit­ing­ar, skemmti­atriði og sköp­un á góðum minn­ing­um. Gott sveita­ball spill­ir þar ekki fyr­ir nein­um þar sem að dansað er inn í sum­ar­nótt­ina og lagst svo á kodd­ann með bros á vör.“  

Náttúrufegurðin umlykur sælureitinn á Efra-Nesi.
Nátt­úru­feg­urðin um­lyk­ur sælureit­inn á Efra-Nesi. Ljós­mynd/​aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda