Sveitarómantík í sælureit á Efra-Nesi

Jón Ólafur Magnússon og Jóhanna Eyjólfsdóttir.
Jón Ólafur Magnússon og Jóhanna Eyjólfsdóttir. Ljósmynd/aðsend

Hjónin Jón Ólafur Magnússon og Jóhanna Eyjólfsdóttir létu gamlan draum verða að veruleika fyrir sex árum þegar þau ákváðu að festa kaup á fornu sveitabýli á Efra-Nesi sem staðsett er í útjaðri við Borgarness. Þau hafði lengi dreymt um að eignast fallegan sveitabæ og fljótlega kviknaði sú hugmynd að setja upp samkomuhús sem gæti nýst vel fyrir viðburði af ýmsu tagi. 

Sveitasetrið á Efra-Nesi er einstaklega snoturt og rómantískt þar sem hugsað hefur verið fyrir hverju einasta smáatriði. Ósnortin náttúrufegurð umhverfis Efra-Nes gerir veruna þar sérdeilis töfrandi og þar eru kjöraðstæður fyrir veisluhöld. Á Efra-Nesi eru tvenns konar veislurými sem hægt er að nýta hvort heldur sem um sitjandi borðhald er að ræða eða standandi veislur en veislurýmin búa yfir miklum sjarma.

Það er fallegt um að litast á Efra-Nesi.
Það er fallegt um að litast á Efra-Nesi. Ljósmynd/aðsend

„Allt er í boði á Efra-Nesi. Við reynum að skapa veislur í anda hvers og eins sem bjóða til veislu og setjum upp veislur eftir þeim hugmyndum og óskum sem tilvonandi brúðhjón hafa,“ segir Jón Ólafur. „Í dag erum við með tvö rými; fjósið og svo hlöðuna. Bæði rýmin geta nýst fyrir borðhald. Einnig er hægt að nýta fjósið fyrir borðhald og færa sig svo inn í hlöðuna fyrir alvöru sveitaball,“ segir Jóhanna og bendir um leið á að gott skipulag sé það mikilvægasta þegar fagna skal merkum og stórum tímamótum í lífinu, líkt og brúðkaupum.

Allt hægt að gera með skipulagi og nægum fyrirvara 

„Við höfum í gegnum tíðina unnið við að setja upp viðburði við ýmsar aðstæður,“ segir Jóhanna en þau Jón Ólafur hafa lengi starfað við viðburðahald hér á landi og kunna því vel til verka. „Um daginn var 100 manna hópur frá Hollandi hjá okkur á Efra-Nesi og hélt heilmikla veislu, bæði í fjósinu og hlöðunni,“ segir hún. „Við höfum skipulagt alls kyns veislur og ferðir á síðustu áratugum. Allt frá því að vera með „gala-dinner“ á svörtum sandi upp í það að vera með yfir 100 manns að gista í tjöldum á jökli,“ segir Jón Ólafur. 

Brúðkaup á Efra-Nesi geta farið fram allt árið um kring. …
Brúðkaup á Efra-Nesi geta farið fram allt árið um kring. Hver árstíð hefur sinn sjarma. Ljósmynd/aðsend

„Nú á tímum er það þannig að fólk hefur ýmsar hugmyndir um það með hvaða hætti giftingin sjálf á að fara fram. Sumir velja að fara til sýslumanns, aðrir velja að hafa athöfn í kirkju og enn aðrir óska eftir því að vera gefin saman á staðnum,“ segir hún og vísar til fjölbreytileikans. „Það er yfirleitt þannig að fólk vill skipuleggja þetta sjálft en við erum alltaf til staðar með skemmtilegar hugmyndir ef svo ber undir,“ segir Jóhanna sem er ekki óvön því að skipuleggja gamansama viðburði. Hún segir Efra-Nes hafa allt upp á að bjóða þegar hjónavígslur eru annars vegar. Þar sé vel hægt að hafa athöfn, veislu og ball á staðnum.

Í Fjósinu er hægt að dekka upp borð fyrir 100-120 …
Í Fjósinu er hægt að dekka upp borð fyrir 100-120 gesti. Einstaklega sveitó og fallegt í senn. Ljósmynd/aðsend

„Efra-Nes er fyrir alla þá sem langar hafa náttúruna, sveitina, rómantíkina og allt innan seilingar. Fuglasönginn, kyrrðina, víðáttuna og allt þetta. Allt gefur þetta góðar minningar inn í nýtt og gott hjónaband,“ segir Jóhanna og ekki ósennilegt að margir sjái sveitabrúðkaup í hyllingum þegar orð hennar eru lesin.

„Ekki má gleyma að Efra-Nes er fyrir alla. Það er ekkert eins skemmtilegt eins og að fagna merkilegum áfanga í góðum félagsskap ættingja, vina eða vinnufélaga. Það er alltaf tími fyrir góðar veislur og á Efra-Nesi eru einstaklega góðar aðstæður til þess.“

Rómantík í sveitinni er draumur margra tilvonandi brúðhjóna.
Rómantík í sveitinni er draumur margra tilvonandi brúðhjóna. Ljósmynd/aðsend

Sveitarómantík svífur yfir vötnum á Efra-Nesi

Að mörgu þarf að hyggja þegar góða veislu gera skal. Þau Jóhanna og Jón Ólafur mæla með að tilvonandi hjónapör heimsæki Efra-Nes áður en stóri dagurinn rennur upp svo hægt sé að gera ráð fyrir vegalengd, tímasetningum, uppröðun og öðru sem viðkemur veisludagskrá.

„Gott er að byrja á að heimsækja staðinn og fá tilfinningu fyrir vegalengdum. Ákveða þarf með nokkrum fyrirvara hvar gifting sjálf á að fara fram, fara yfir tímasetningar og annað þannig að flæði verði gott. Svo þarf að gera ráð fyrir að fá ljósmyndara sem mætir á staðinn og verður með í athöfn og veislu,“ útskýrir Jóhanna. „Svo þarf að huga að gestunum líka. Hvernig þeir eiga að koma sér á staðinn og hvað aksturinn tekur langan tíma. Einnig getur verið bæði gott og gaman að hafa sætaferðir með rútum til og frá eins og gert var í gamladaga þegar sveitaböllin voru við lýði,“ segir Jón Ólafur.

Brúðkaupsgestir dansa inn í sumarnóttina í hlöðunni, allir sællegir að …
Brúðkaupsgestir dansa inn í sumarnóttina í hlöðunni, allir sællegir að sjá. Ljósmynd/aðsend

„Við Efra-Nes er líka fjöldinn allur af fallegum sveitahótelum sem hægt er að nýta fyrir gistingu bæði fyrir gesti og brúðhjón sé þess frekar óskað,“ segir Jóhanna. „Það er nóg af gistingu á svæðinu sem hægt er að koma sér til og frá á einfaldan máta,“ bendir hún á og hefur á réttu að standa því Borgarfjörður lumar á feiknamörgum gististöðum og þjónustu sem hafa fengið góðar umsagnir frá gestum. 

„Það sem að góð veisla stendur fyrir er sambland af þínu nánasta fólki, fjölskyldu og vinum. Góð veisla á að búa yfir léttleika í bland við góðar veitingar, skemmtiatriði og sköpun á góðum minningum. Gott sveitaball spillir þar ekki fyrir neinum þar sem að dansað er inn í sumarnóttina og lagst svo á koddann með bros á vör.“  

Náttúrufegurðin umlykur sælureitinn á Efra-Nesi.
Náttúrufegurðin umlykur sælureitinn á Efra-Nesi. Ljósmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda