Þórdís og Júlí Heiðar trúlofuðu sig á Akureyri

Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru trúlofuð.
Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru trúlofuð.

Leikaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig í uppáhalds byggingunni sinni, Samkomuhúsinu á Akureyri, þar sem þau hafa bæði starfað. 

Þórdís og Júlí hafa verið vinir í mörg ár og voru meðal annars saman í bekk á leikarabraut í Listaháskóla Íslands. Sumarið 2021 fundu þau ástina í örmum hvors annars og í nóvember sama ár keyptu þau sér íbúð saman þar sem þau búa nú. Þórdís á einn son úr fyrra sambandi og Júlí Heiðar á einnig einn son úr fyrra sambandi. 

Árið 2020 léku þau saman í leikritinu Vorið vaknar hjá Leikfélagi Akureyrar. Þórdís lék í vetur í leikritinu Skugga Sveinn á Akureyri. Júlí er sérfræðingur í fræðslumálum hjá Arion banka auk þess sem hann gefur reglulega út tónlist. Nýverið gaf hann út lagið Brenndur.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

View this post on Instagram

A post shared by DÍSA (@thordisbjork)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda