Svona hefur Björn Ingi breyst á 17 árum

Björn Ingi Hrafnsson hefur aðeins breyst síðastliðin 17 ár.
Björn Ingi Hrafnsson hefur aðeins breyst síðastliðin 17 ár. Samsett mynd

Fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson hefur breyst töluvert síðastliðin 17 ár. Hann benti sjálfur á þessa staðreynd á samfélagsmiðlum sínum og birti fjórar myndir sem teknar voru við mismunandi tilefni síðastliðin 17 ár. 

Með myndbirtingunni vildi Björn Ingi sem er fyrrverandi borgarfulltrúi meðal annars benda á að það væri líf eftir stjórnmál en það styttist óðum í sveitastjórnarkosningar. 

„Myndir teknar yfir sautján ára tímabil. Sendi þeim sem standa nú í kosningabaráttu góða strauma, hvar í flokki sem fólk er. Allir eru að gera sitt besta. Og það er sko líf eftir pólitík, þótt kollvik hækki eitthvað ofurlítið og gráu hárin taki yfir,“ skrifar Björn Ingi á samfélagsmiðlum sínum. 

Björn Ingi hefur fengið góð viðbrögð við myndunum sínum. Hann verður fimmtugur á næsta ári og þykir bara bera aldurinn nokkuð vel þrátt fyrir að kollvikin hafi aðeins hækkað eins og hann bendir á. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda