Leikarinn Árni Beinteinn Árnason og tónskáldið Íris Rós Ragnhildardóttir eru að skilja. Þetta herma öruggar heimildir Smartlands.
Árni og Íris ætluðu að halda brúðkaupið sitt sumarið 2021 en á brúðkaupsdaginn sjálfan vildi svo óheppilega til að Íris hafði nýverið fengið kórónuveiruna og var í einangrun á brúðkaupsdaginn. Árni kom henni á óvart og hélt tónleika með leikurum og tónlistarfólki og varð því dagurinn gleðilegur fyrir þau bæði.
Árni er útskrifaður af leikarabraut í Listaháskóla Íslands og hefur meðal annars farið með hlutverk í Benedikt Búálfi og Skugga Sveini hjá Leikfélagi Akureyrar. Íris er útskrifuð sem tónskáld frá sama skóla og hafa þau Árni meðal annars gefið út plötuna Í eigin heimi. Saman eiga þau einn son, Aron Beintein, en hann er fæddur árið 2020.
Smartland óskar þeim Árna og Írisi góðs gengis á þessum tímamótum.