Íslensk ofursystkini

Patrekur og Guðni, Hlynur og Gummi kíró, Birna Anna og …
Patrekur og Guðni, Hlynur og Gummi kíró, Birna Anna og Lára Björg, Ilmur og Lísa eru á meðal helstu ofursystkina landsins.

Ísland er svo sannarlega lítið land og hér erum við öll skyld eins og segir þegar maður opnar Íslendingabók. Hlynur Pálmason leikstjóri vakti athygli í Cannes á dögunum. Það sem vakti athygli blaðamanna Smartlands var að bróðir Hlyns er enginn annar en kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró. 

Smartland tók saman helstu ofursystkini landsins. 

Guðmundur Birkir Pálmason og Hlynur Pálmason

Gummi kíró er einn vinsælasti kírópraktor, sem og áhrifavaldur á Íslandi í dag. Bróðir hans Hlynur er svo einn fremsti leikstjóri landsins, en hann frumsýndi kvikmynd sína Volaða land á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögnum. 

Guðmundur Birkir Pálmason og Hlynur Pálmason.
Guðmundur Birkir Pálmason og Hlynur Pálmason.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Baldur Stefánsson

Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir hefur gert það gríðarlega gott í leiklistinni undanfarin ár og sló í gegn í Verbúðinni í vetur. Bróðir hennar er Baldur Stefánsson en hann er framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Kviku. 

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Baldur Stefánsson.
Unnur Ösp Stefánsdóttir og Baldur Stefánsson.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Þórdís og Ásgeir eru sannkölluð ofursystkini. Þórdís er utanríkisráðherra en Ásgeir var aðstoðarbankastjóri Arion banka. Nú í vor var hann ráðinn forstjóri Skeljar fjárfestingafélags.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason.

Guðni Th. Jóhannesson og Patrekur Jóhannesson

Jóhannessynina úr Garðabænum ættu allir að kannast við en Guðni er forseti Íslands og Patrekur einn farsælasti handboltaþjálfari Íslands. Í vetur hefur hann stýrt karlaliði Stjörnunnar. 

Patrekur Jóhannesson og Guðni Th. Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson og Guðni Th. Jóhannesson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Sigríður Dögg Arnardóttir og Garðar Örn Arnarson

Sigga Dögg kynfræðingur er einn þekktasti kynfræðingur landsins um þessar mundir. Bróðir hennar Garðar er ekki síður hæfileikaríkur en hann er leikstjóri og listrænn stjórnandi hjá Stöð 2.

Garðar Örn Arnarson og Sigríður Dög Arnardóttir.
Garðar Örn Arnarson og Sigríður Dög Arnardóttir. Skjáskot/Instagram

Hólmbert Aron Friðjónsson og Sylvía Briem Friðjónsdóttir

Sylvía Briem heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins, Norminu. Fótboltamaðurinn Hólmbert leikur nú með Lilleström í Noregi og á að baki sex leiki með A-landsliði karla.

Hólmbert Aron Friðjónsson og Sylvía Briem Friðjónsdóttir.
Hólmbert Aron Friðjónsson og Sylvía Briem Friðjónsdóttir.

Ilmur Kristjánsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir

Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir er alltaf með mörg járn í eldinum og hefur verið fremsta leikkona landsins um árabil. Systir hennar Lísa hefur starfað sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá árinu 2013, en hún lét af störfum nú um áramótin.

Ilmur Kristjánsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.
Ilmur Kristjánsdóttir og Lísa Kristjánsdóttir.

Alma Möller og Kristján L. Möller

Alma Möller breyttist í stjörnu í heimsfaraldrinum, enda landslæknir. Bróðir hennar er Kristján L. Möller, fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar. Hann var samgönguráðherra á árunum 2007-2009 og samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra frá 2009 til 2010.

Alma Möller og Kristján L. Möller.
Alma Möller og Kristján L. Möller.

Eurovision-systkinin

Þau Sigga, Beta, Elín og Eyþór Eyþórsbörn unnu hugi og hjörtu þjóðarinnar þegar þau unnu Söngvakeppnina í vor. Systkinin eru með eindæmum tónelsk og samstíga.

Eyþór, Sigríður, Elín og Elísabet Eyþórsbörn.
Eyþór, Sigríður, Elín og Elísabet Eyþórsbörn. Ljósmynd/EBU/ANDRES PUTTING

Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson

Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson eru mögulega frægustu bræður landsins um þessar mundir. Þeir semja tónlist saman og skemmta landsmönnum. Sambandið milli þeirra er einstakt, enda nefndi Jón son sinn Friðrik nú á dögunum.

Friðrik Dór og Jón Jónsson.
Friðrik Dór og Jón Jónsson. mbl.is/Ásdís

Kristín Pétursdóttir og Starkaður Péturson

Kristín Pétursdóttir, leikkona og áhrifavaldur, er meðal þekktustu áhrifavalda Íslands. Bróðir hennar Starkaður fetar nú sömu braut og Kristín í Listaháskóla Íslands, en hann er þar á leikarabraut. 

Kristín Pétursdóttir og Starkaður Pétursson.
Kristín Pétursdóttir og Starkaður Pétursson. Skjáskot/Instagram

Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir

Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aronmola, hefur slegið í gegn í sýningunni Níu líf, þar sem hann fer með hlutverk Bubba Morthens. Birta Líf Ólafsdóttir hefur stýrt hlaðvarpsþáttunum Teboðið ásamt Sunnevu Eir Einarsdóttur auk þess að vera einn helsti sérfræðingur landsins í öllu dramanu í Hollywood.

Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir.
Aron Már Ólafsson og Birta Líf Ólafsdóttir.

Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir

Lára Björg er aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur. Systir hennar Birna Anna er rithöfundur og hefur meðal annars sent frá sér bókina Perlan og 107 Reykjavík ásamt Auði Jónsdóttur. 

Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir.
Lára Björg Björnsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir.

Dísella Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir

Dísella er ein fremsta óperusöngkona landsins en hún vann meðal annars Grammy-verðlaun fyrr á þessu ári. Þórunn systir hennar er leikkona, leikstjóri og kvikmyndagerðarkona. 

Dísella Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir.
Dísella Lárusdóttir og Þórunn Lárusdóttir.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir

Þórdís Lóa hefur verið borgarfulltrúi Viðreisnar undanfarin ár og gert það gott í pólitíkinni. Hera Björk söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir mörgum árum og keppti meðal annars í Eurovision fyrir Íslands hönd. Í dag er hún líka fasteignasali.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Hera Björk Þórhallsdóttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda