Elizabet Zott leysir frá skjóðunni

Elizabeth Zott.
Elizabeth Zott.

Rithöfundurinn Bonnie Garmus höfundur bókarinnar Inngangi að efnafræði er yfirleitt ekki til í að gefa mikið af sjálfri sér eða hleypa lesendum of nálægt hjartanu. Hún ákvað þó að gera nokkrar undantekningar fyrir lesendur Smartlands.  

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í þremur orðum, hvaða orð væru það þá?

„Kolefni, súrefni og vetni.“

Hvaða ráð myndirðu gefa ungum konum sem eru að hefja feril sinn í vísindaheiminum í dag?

„Fjárfestu í gæða gúmmíhönskum sem ná frá fingrum og upp að olnboga. Þeir munu bjarga þér frá óþarfa bruna, en ekki bara það heldur munu þeir einnig koma í veg fyrir að þú þurfir að laga endalaust magn af kaffi fyrir þá sem virðast ekki vita að konum er ekki líffræðilega ætlað að vinna þjónustustörf eða þjóna öðrum. Hvort sem þeir vita það eða ekki, þá ertu í raun að gera þeim greiða. Skrifstofukaffi er hræðilegt.“

Hvernig tókstu á við kynjamismunun í vinnunni?

„Mér detta nokkrar ofbeldisfullar lausnir í hug en það gæti aukið hættuna á því að lenda í fangelsi nema þú verðir dæmd af kynsystur en þá myndirðu líklega annaðhvort fá skilorðsbundinn dóm eða gjafakörfu. Það sem ég tala fyrst og fremst fyrir er að skilja hvers vegna kynjamismunun er yfirhöfuð til. En það er til að draga úr valdsviði og samkeppni kynja; að útiloka hæfileika annarra með því að nota heimatilbúnar líffræðilegar „staðreyndir“. Þessi sama aðferðafræði sem byggir á ótta hefur einnig fært okkur kynþáttafordóma, ótta við samkynhneigð og fleira. Til að mótmæla þessari aðferðafræði nota ég einfaldlega eitt orð. Nei. Svo endurtek ég það út í hið óendanlega þar til skilaboðin hafa verið móttekin.“

Hvað dró þig að hinum fræga efnafræðingi Calvin Evans? Orðspor hans?

„Rannsóknarglösin hans. En fyrir utan það var það nú líka að hann virti skoðanir annarra, leitaði sífellt svara og gat viðurkennt mistök sín. Það sem gerir snilling að snillingi er ekki einhver sérstök DNA röðun, heldur miklu frekar það að geta viðurkennt hæfileika annarra og gera allt sem hann getur til að koma þeim áfram í staðinn fyrir að finnast sér ógnað af þeim. Hann var líka mjög hrifinn af vatnssæknu eðli sápukúlna og vaskaði þess vegna alltaf upp.“  

Áttu uppáhaldskvöldsögu sem þú lest fyrir dóttur þína, Mad?

„Eins og öll börn elskaði hún To Kill a Mockingbird en upp á síðkastið hefur hún verið mjög hrifin af Nancy Drew. Ég held að það sé vegna þess að Nancy virðist aldrei þurfa að fara í skólann.“

Hvernig slakarðu á eftir vinnudaginn?

„Ég fer í langar göngur með hundinn minn, Hálf-sjö. Það má ekki vanmeta það að eiga vin sem maður getur deilt dýpstu leyndarmálum og döprustu þrám með.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda