Áttræð og ákveður að yfirgefa þjónustuíbúðina

Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur og skáld er með meistaragráðu í ritlist og íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Á mánudaginn kemur skáldsagan Sólrún út en hún fjallar um áttræða konu sem ákveður að yfirgefa þjónustuíbúð fyrir aldraða. Hún skellir sér norður í land á puttanum því að þangað á hún brýnt erindi.

Sólrúnu finnst hún þurfa að fara til fundar við æskuástina sína til að segja honum sannleikann um dóttur þeirra, rjúfa þögnina og sjá hann einu sinni enn. Þó að dauðinn sé nálægur þá er þetta öðrum þræði skemmtisaga um þau ævintýri sem áttræð kona getur lent í, hvaða vandræði hún getur komið sér í og kemst hún á leiðarenda?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda