Emmsjé Gauti og Jovana létu pússa sig saman

Emmsjé Gauti og Jovana Schally gengu í hjónaband í dag.
Emmsjé Gauti og Jovana Schally gengu í hjónaband í dag.

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti, eða Gauti Þeyr Másson, og Jovana Schully voru gefin saman í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Það var Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sem gaf parið saman. Það var margmenni fyrir utan kirkjuna í dag þegar þau gengu út í lífið sem hjón en Gleðiganga Hinsegin daga fór fram í dag á sömu slóðum. 

Parið hnaut um hvort annað 2016 og trúlofaði sig 2019. Áður en þau kynntust var hann á lista yfir eftirsóttustu piparsveina landsins. 

Árið 2020 flutti Smartland fréttir af því að þau væru að flytja þegar þau settu íbúð sína við Kaplaskjólsveg í Reykjavík á sölu. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með hjónabandið! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda