Edda Hermannsdóttir markaðsstjóri Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir gengu í hjónaband á fimmtudaginn.
Parið byrjaði að hittast 2017 og því var komin ágætisreynsla á sambandið þegar hann bað hennar óvænt ári seinna í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur sjónvarpskonu og Hauks Inga Guðnasonar sálfræðingur.
Brúðkaup Eddu og Ríkharðs fór fram í Toskana á Ítalíu og voru þeirra nánustu ættingjar og vinir viðstaddir.
Á meðal gesta voru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Haukur Ingi Guðnason, Birgitta Haukdal söngkona, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir matreiðsludrottning og hálfsystir Eddu, Marta Jónsdóttir sendiráðunautur og eiginmaður hennar, Helgi Björgvinsson. Þar var líka Brynja Baldursdóttir forstjóri Motus. Þar var líka Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka.
Smartland óskar hjónunum til hamingju með ráðahaginn!