Vítalía tekjuhærri en Arnar Grant

Vítalía Lazareva var með tvöfalt hærri tekjur en Arnar Grant …
Vítalía Lazareva var með tvöfalt hærri tekjur en Arnar Grant árið 2021. Samsett mynd

Vítalía Lazareva var með skráðar tekjur upp á 412.920 krónur á mánuði á síðasta ári. Tekjur hennar voru rúmlega tvöfalt hærri en tekjur Arnars Grants einkaþjálfara, en tekjur hans á síðasta ári voru 167 þúsund að meðaltali á mánuði. DV greinir frá en álagningaskrá ríkisskattsstjóra var gefin út í gær.

Mikið hefur gustað um þau Vítalíu og Arnar undanfarið árið en hún steig fram og sakaði þrjá þjóðþekkta menn um að hafa brotið á sér. 

Á þeim tíma sem Vítalía segir að brotin hafi átt sér stað var hún í ástarsambandi með Arnari. Þremenningarnir hafa lagt fram kæru á hendur Vítalíu og Arnars fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Vítalía mætti í skýrslutöku hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur þremenningunum í júlí síðastliðinn.

Vítalía vann á síðasta ári hjá Lyfju en Arnar var einkaþjálfari í World Class. Honum var sagt upp störfum fyrr á þessu ári eftir að greint var frá kæru þremenninganna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál