Plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Karítas Óðinsdóttir og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson eru nýtt par. Þetta herma öruggar heimildir Smartlands en DV greindi frá fyrr í mánuðinum.
Parið hefur verið að hittast undanfarna mánuði en greint var frá sambandsslitum Ásgeirs Trausta og Hugrúnar Birtu Egilsdóttur fegurðardrottningar í vor.
Karítas hefur unnið sem plötusnúður og er einnig í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Ásgeir er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur verið undanfarinn áratug. Nú í sumar fékk hann afhenda fjórfalda platínuplötu, en plata hans Dýrð í dauða þögn hefur selst í 40 þúsund eintökum.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!