Ásgeir Trausti og Karítas eru nýtt par

Ásgeir Trausti Einarsson og Karítas Óðinsdóttir eru nýtt par.
Ásgeir Trausti Einarsson og Karítas Óðinsdóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Plötusnúðurinn og Reykjavíkurdóttirin Karítas Óðinsdóttir og tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson eru nýtt par. Þetta herma öruggar heimildir Smartlands en DV greindi frá fyrr í mánuðinum. 

Parið hefur verið að hittast undanfarna mánuði en greint var frá sambandsslitum Ásgeirs Trausta og Hugrúnar Birtu Egilsdóttur fegurðardrottningar í vor. 

Karítas hefur unnið sem plötusnúður og er einnig í hljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Ásgeir er einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur verið undanfarinn áratug. Nú í sumar fékk hann afhenda fjórfalda platínuplötu, en plata hans Dýrð í dauða þögn hefur selst í 40 þúsund eintökum. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda