Það eru ekki bara til stjörnumæðgur, feðgar og feðgin á Íslandi heldur líka stjörnumæðgin líka eins og listi Smartlands ber vott um. Enginn er góður í öllu en allir eru góðir í einhverju líkt og mæðginin á þessum lista.
Mæðginin Edda og Björgvin eru á meðal ástsælustu leikara þjóðarinnar þó ekki séu þau af sömu kynslóð. Björgvin fetaði í fótspor foreldra sinna sem slógu bæði í gegn á leiklistarsviðinu.
Þorgerður Katrín er þingmaður Viðreisnar og hefur komið víða við í pólitíkinni. Sonur hennar Gísli Þorgeir hefur erft eitthvað af ákveðni móður sinnar, enda í íslenska landsliðinu í handbolta og leikmaður Magdeburg í Þýskalandi.
Ágústa Johnson hefur verið leiðandi í heilsugeiranum á Íslandi undanfarna áratugi. Sonur hennar Rafn Franklín gefur ekkert eftir og hefur einnig skapað sér nafn í sama geira.
Listakonan Lína Rut Wilberg skapar hvert meistaralistaverkið á fætur öðru. Hennar stærstu verk eru þó börnin hennar og eitt þeirra er söngelski sundkappinn Már Gunnarsson sem nýverið lagði skýluna á hilluna og ætlar að einbeita sér að tónlist.
Móeiður var áberandi í íslensku tónlistar- og samkvæmislífi undir lok síðustu aldar en hún byrjaði nýverið að semja tónlist aftur. Sonur hennar Ari Elías Arnalds er að stíga sín fyrstu skref í tónlist og gáfu þau meðal annars út lag saman í sumar.
Margrét Jónsdóttir er rektor Háskólans á Bifröst um þessar mundir. Sonur hennar er Snorri Másson, fréttamaður á Vísi, Bylgjunni og Stöð 2.
Sigrún Davíðsdóttir lét nýverið af störfum sem fréttaritari og blaðamaður eftir að hafa unnið á Ríkisútvarpinu svo áratugum skiptir. Sonur hennar er Davíð Helgason milljarðamæringur.
Sindri Eldon er eldra barn Bjarkar Guðmundsdóttur sem varla þarf að kynna fyrir landsmönnum, enda ein frægasta listakona sem landið hefur getið af sér. Sindri er tónlistarmaður eins og móðir sín.
Börn leikarahjónanna Eddu Arnljótsdóttur og Ingvars E. Sigurðssonar eru með eindæmum hæfileikarík, líkt og foreldrar sínir. Edda hefur unnið sem leikkona í fleiri, fleiri ár. Sigurður sonur hennar hefur fetað í fótspor í foreldra sinna.
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands. Sigurður sonur hennar er framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins og tók fyrr á þessu ári við sem stjórnarformaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Agnes Kristjónsdóttir hefur um árabil starfað sem einkaþjálfari, söngkona og í kvikmyndageiranum. Sonur hennar er leikarinn Haraldur Ari, sem fór meðal annars með hlutverk í Ófærð 3 og var í hljómsveitinni Retro Stefson.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn var síðar bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Sonur hennar er Ríkharður Daðason, betur þekktur sem Rikki Daða, fagfjárfestir og fyrrverandi fótboltahetja.
Margrét lét af störfum sem skólastjóri Hússtjórnaskólans í Reykjavík á dögunum. Margrét er þekkt í íslensku samfélagi og margir sakna hennar úr þáttunum Allt í drasli sem sýndir voru á Skjá Einum á sínum tíma. Sonur hennar Sigfús var lengi ein fremsta stjarna Íslands í handbolta og átti góðu gengi að fagna með félagsliðum á ferlinum.