Krýningarathöfn Karls verði smærri í sniðum

Mæðginin Elísabet II. Bretlandsdrottning og sonur hennar Karl.
Mæðginin Elísabet II. Bretlandsdrottning og sonur hennar Karl. AFP/Leon Neal

„Það er margt sem breytist núna, og margt sem er ekki alveg ljóst. Hvenær sumir titlar munu færast á milli og hvenær peningum verður breytt og fleira á eftir að tilkynna. Það á líka eftir að tilkynna hvar og hvenær jarðarförin verður en það mun án efa verða mjög stór viðburður þar sem leiðtogar heimsins munu mæta,“ skrifar Guðný Ósk Laxdal, sér­fræðing­ur í bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni, í sín­um nýj­asta pistli:

„Eins og margir vita þá er til plan fyrir þennan viðburð sem hefur lengi verið til. Planið ber titillinn „London Bridge is Down“ (Lundúnabrú er niðri) og þar eru viðburðir næstu daga skipulagðir eftir mínútum. Núna byrjar í raun 9 daga dagskrá sem endar á jarðarförinni.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum núna um London Bridge, þar sem Elísabet dó í Skotlandi, þá verður hún fyrst færð í Holyrood-húsið í Edinborg. Hún verður síðan færð til St. Giles Cathedral þar sem verður guðþjónusta til að minnast hennar. Kistan verður síðan færð um borð í lest til London. Lestin mun fara hægt yfir Bretland og fólki gefst tækifæri til að kveðja og heiðra hana á hverri lestarstöð sem lestin fer um. Er þetta þar sem Elísabet dó í Skotlandi og þarf því að fylgja siðum skoska konungsveldisins, sem er hluti af því breska.

Það er margt framundan, fullt af hefðum og siðum sem hafa ekki sést í áratugi og munu eflaust vekja mikla furðu, enda um aldargamlar hefðir að ræða. Við munum eflaust heyra raddir um hvað þetta kostar líka, sérstaklega þar sem kostnaðurinn við uppihald í Bretlandi hefur hækkað mikið undanfarna mánuði.

Það sem við vitum núna um London Bridge hefur örugglega breyst mikið undanfarin ár, og við þurfum að bíða og sjá hvað verður.

Eins og sást á platínukrýningarafmæli drottningarinnar í sumar, þá er Elísabet mikið elskuð af þjóð sinni og Bretar bera mikla virðingu fyrir henni. Í sumar hefur hún oft verið kölluð amma þjóðarinnar.

Jarðarförin

Jarðarförin verður stór, líklega stærri en allt sem við höfum séð áður. Við getum átt von á að flestir leiðtogar heimsins verði viðstaddir. London Bridge áætlunin gerir ráð fyrir að meðlimir evrópsku konungsfjölskyldanna gisti í Buckinghamhöll.

Krýningarathöfn

Karl hefur alltaf talað um að nútímavæða konungsfjölskylduna þegar hann myndi taka við og ég sé því ekki fyrir mér að krýningarathöfn hans og Kamillu verði mjög stór. Og hún verður líklegast ekki fyrr en á næsta ári, en Elísabet beið meira en ár með sína krýningarathöfn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda