Sólrún Diego tekur við nýju starfi

Sólrún Diego hefur verið ráðin til Vonar og Bíum Bíum.
Sólrún Diego hefur verið ráðin til Vonar og Bíum Bíum.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an og met­sölu­bóka­höf­und­ur­inn Sól­rún Diego hef­ur verið ráðin markaðsstjóri barna­vöru­versl­an­anna Von­ar versl­un­ar og Bíum Bíum. Viðskipta­blaðið grein­ir frá. 

„Ég er mjög spennt að spreyta mig á þessu sviði og að vinna með þeim Eyrúnu og Olgu. Ég er búin að vera með minn miðil í sjö ár og finnst vera kom­inn tími á að nýta mennt­un mína í eitt­hvað al­menni­legt,“ seg­ir Sól­rún en hún út­skrif­ast um jól­in úr viðskipta­fræði með áherslu á markaðssam­skipti og sam­fé­lags­miðla frá Há­skól­an­um í Bif­röst.

Sól­rún er einn vin­sæl­asti áhrifa­vald­ur á Íslandi í dag með yfir 45 þúsund fylgj­end­ur á In­sta­gram. Hún hef­ur á síðustu árum meðal ann­ars gefið út skipu­lags­bók og bók um heim­il­is­hald. Hún held­ur einnig út hlaðvarpsþátt­un­um Spjallið, með Línu Birgittu Sig­urðardótt­ur og Guðríði Jóns­dótt­ir. Var Sól­rún í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar, sem gefið var út í ág­úst á þessu ári, með tekj­ur skráðar upp á 534 þúsund krón­ur á mánuði á síðasta ári.

Þær Eyrún Anna Tryggva­dótt­ir og Olga Helena Ólafs­dótt­ir, eig­end­ur Von­ar versl­un­ar, gengu nú á dög­un­um frá kaup­um á Bíum Bíum.

Mik­il tæki­færi í net­versl­un og sam­fé­lags­miðlum

Von versl­un hef­ur boðið upp á leik­föng, hús­gögn, föt og aðrar barna­vör­ur en Bíum bíum hef­ur sér­hæft sig í fjöl­breyttu úr­vali af barna­föt­um fyr­ir breiðari ald­urs­hóp. Þannig er versl­un­in með einka­dreif­ing­ar­samn­ing við vörumerki frá Dan­mörku sem hafa notið vin­sælda hér á landi.

„Ég er búin að vera mik­ill viðskipta­vin­ur Bíum Bíum síðan ég eignaðist börn, og hef­ur hún verið mín upp­á­halds­barna­vöru­versl­un hér á landi. Ég hef auk þess brenn­andi áhuga á markaðssetn­ingu og barna­vör­um. Þá hef ég átt í góðum sam­skipt­um við þær Eyrúnu og Olgu, en eft­ir að þær keyptu Bíum Bíum feng­um við þessa hug­mynd að ég myndi sjá um markaðssetn­ingu versl­un­ar­inn­ar,“ sagði Sól­rún í viðtali við Viðskipta­blaðið.

Eyrún og Olga hyggj­ast reka versl­an­irn­ar áfram, hvora und­ir sínu nafni. Mark­miðið sé þó að verða sér úti um stærra hús­næði sem rúm­ar báðar versl­an­ir und­ir sama þaki. Auk þess leggja þær áherslu á að styrkja net­versl­un­ina og hafa versl­an­irn­ar sýni­leg­ar á sam­fé­lags­miðlum. Sól­rún seg­ir alls kon­ar tæki­færi liggja í net­versl­un og sam­fé­lags­miðlum.

„Ég ætla að leggja áherslu á að aðgengi að net­versl­un­inni sé gott og að fólk úr öll­um lands­hlut­um geti skoðað og pantað sér vör­ur, að þú þurf­ir ekki að koma í búðina. Það eru því mörg tæki­færi fram und­an að gera alls kon­ar nýtt og ég er spennt að fá að koma öll­um mín­um hug­mynd­um á fram­færi,“ sagði Sól­rún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda