„Við erum ekki sammála hvernig við kynntumst“

Kærustuparið og verðandi foreldrarnir Adam Karl Helgason og Ástrós Traustadóttir eru gestir Ásmundar Geirs Logasonar í hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Adam er framkvæmdastjóri ZOLO en hún er dansari, áhrifavaldur og sjónvarpsstjarna. Hún er líka í LXS-hópnum sem er með sjónvarpsþætti á Stöð 2+.

Þegar parið er spurt að því hvernig þau kynntust þá kemur í ljós að þau voru búin að vita lengi af hvort öðru áður en þau byrjuðu að hittast. Hún man fyrst eftir honum þegar þau voru bæði fyrirsætur á tískusýningu Inklaw eða hvað?

„Við erum ekki sammála hvernig við kynntumst,“ segir Ástrós og hlær. 

„Ég tók í höndina á henni því við vorum bæði módel á tískusýningu Inklov,“ segir hann.

Voru bæði í samböndum

„Mér leið eins og ég ætti að vita hver hann væri en var ekki alveg viss hver hann var," segir hún og hlær aftur og segir að þetta hafi verið fyrsta hæ-ið þeirra. Það gerðist þó ekkert meira því bæði voru þau í samböndum með öðru fólki á þessum tímapunkti. 

Svo fréttir Adam af því að hún sé á lausu og ákvað að gera eitthvað í málunum. 

„Ég var búinn að vera skotinn í þessari gellu ógeðslega lengi. Ég hringi í vin minn og er geðveikt spenntur fyrir þessu,“ segir hann og játar að hafa fylgst með henni á Instagram án þess að vera að fylgja henni. Einn daginn fer Ástrós í Árbæjarlaugina og birtir mynd og segir að þetta sé besta laugin. 

„Nokkrum dögum eftir það hendi ég í follow á hana og fæ follow til baka. Svo fer ég í Vesturbæjarlaugina og set í story að hún sé besta laugin og birti mynd af Vesturbæjarlauginni. Ég fæ engin viðbrögð fyrr en ég er kominn heim. Þá segir hún að þetta sé sko aldrei besta laugin,“ segir hann og hlær. 

Þú getur hlustað á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda