Varð gegnsósa af Guðrúnu frá Lundi

Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, rithöfundur, ritstjóri og þýðandi er sérfræðingur þegar kemur að íslenska rithöfundinum Guðrúnu frá Lundi. Hún kynntist henni þó ekki fyrr en eftir að háskólanámi lauk því það var aldrei minnst á höfundinn þegar Silja lærði bókmenntafræði. 

Silja er alin upp á bókmenntaheimili þar sem var að finna bækur eftir höfunda eins og Halldór Laxness og Jón Trausta. Silja segir að það hafi aldrei verið talað um Guðrúnu frá Lundi heima hjá henni þegar hún var yngri. Þegar hún kynntist loksins Guðrúnu frá Lundi varð hún gegnsósa af eigin sögn. 

Guðrún frá Lundi, eða Guðrún Baldvina Árnadóttir, var fædd 3. júní 1887 og lést 22. ágúst 1975. Það sem er athyglisvert við feril hennar er að hún gaf ekki út sína fyrstu bók fyrr en hún var 59 ára.

Hennar fyrsta bók, Dalalíf, kom út 1946 en alls urðu bækurnar í þeirri seríu fimm enda nóg um að skrifa þegar Jakob Jónsson hreppstjóri á stórbýlinu Nautaflötum og allir hans vinir og afkomendur eru annars vegar.

Alls skrifaði Guðrún frá Lundi 26 bækur og var að nánast fram á síðasta dag en 1973 kom hennar síðasta bók út. Tveimur árum síðar var hún látin. Ef þú hefur ekki enn kynnst Jóni á Nautaflötum, Lísibetu og öllu því fólki þá bíður þín hrein skemmtun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál