Alexa Chung skemmti sér í Reykjavík

Alexa Chung var stödd í Reykjavík um helgina.
Alexa Chung var stödd í Reykjavík um helgina. AFP

Breska tískugoðið Alexa Chung var stödd í Reykjavík um helgina og skemmti sér á næturklúbbnum Sunset í kjallara Edition-hótelsins. Með í för var kærasti hennar, Tom Sturridge, og ein besta vinkonan, Pixie Geldof. 

Eigandi hótelsins, Ian Schrager, veit hvernig á að búa til ekta klúbbastemningu því hann rak skemmtistaðinn Studio 54 í New York en þar skemmtu allar helstu stjörnur heimsins sér á sínum tíma. 

Sunset er allur svartmálaður að innan og því hægt að skemmta sér þar í algeru tímaleysi. Þar er að finna öflugt hljóðkerfi og þótt hótelið sjálft sé innréttað í ljósum og lokkandi litum þá er allt svart í þessum eftirsótta kjallara. 

Greint er frá því í Vogue að teitið hafi verið haldið í tengslum við Airwaves-hátíðina. Þar hafi  svölustu krakkar Reykjavíkur skemmt sér saman. Það er líklega engu um það logið í þessu heimsfræga tískutímariti. Þar voru til dæmis Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður, fyrirsæta og vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, Tatiana Ósk Hallgrímsdóttir fyrirsæta og forstöðumaður menningarmála hjá Reykjavík Edition, Kristín Pétursdóttir leikkona og áhrifavaldur, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður og Andrea Maack ilmvatnshönnuður svo einhverjir séu nefndir. 

View this post on Instagram

A post shared by Alexa Chung (@alexachung)

Ljósmyndarinn Darren Gerrish fangaði stemninguna!  

 Pixie Geldof birti myndir úr Íslandsferðinni á Instagram!

View this post on Instagram

A post shared by Pixie Geldof (@pixiegeldof)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda