Tískubloggarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson er kominn með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Pétur Björgvin Sveinsson og er meistaranemi við Háskólann í Reykjavík.
Helgi hefur gefið því undir fótinn á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði að nýr maður væri kominn inn í líf hans. Hann frumsýndi svo ástina á Instagram í gær, en þeir Pétur fóru meðal annars til Taílands saman fyrr á þessu ári.
Ásamt því að blogga á Trendnet heldur Helgi úti hlaðvarpsþáttunum vinsælu Helgaspjallið. Hann er með 21 þúsund fylgjendur á Instagram.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!