Edda og Ríkharður selja glæsihús við Sunnuveg

Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum …
Edda Hermannsdóttir og Ríkharður Daðason eru hér með börnum sínum á brúðkaupsdaginn síðasta sumar. Nú er húsið komið á sölu. Ljósmynd/Íris Dögg

Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri Íslandsbanka og Ríkharður Daðason fjárfestir hafa sett einbýlishús sitt á Sunnuvegi á sölu. Húsið er 283 fm að stærð á tveimur hæðum. Húsið var byggt 1971 og er alveg við Laugardalinn. Það er því stutt í friðsæld og fallega náttúru. 

Húsið er vel skipulagt fjölskylduhús og er eldhúsið í hjarta hússins. Þar eru hvítar sprautulakkaðar innréttingar í forgrunni og stór eyja spilar þar lykilhlutverk. Eyjan er klædd að utan með eik og er náttúrusteinn á borðplötunni. Á gólfum í stofu og eldhúsi eru flísar. 

Heimilið er fjölskylduvænt eins og sést á myndunum. 

Af fasteignavef mbl.is: Sunnuvegur 33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda