Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi í Garðabæ, er trúlofuð sambýlismanni sínum, Ísaki Erni Kristinssyni viðskiptafræðingi. Parið greindi frá trúlofuninni á samfélagsmiðlum um jólin.
Parið hefur verið saman í nokkur ár en árið 2020 kom frumburðurinn Bjarni Þór í heiminn. Nafnið er í höfuð á móðurafa- og ömmu en það eru þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Þóra Margrét Baldvinsdóttir innanhúsráðgjafi.
„Gleðileg jól,“ skrifuðu þau og fylgdi dagsetningin 16. desember með.
Smartland óskar parinu innilega til hamingju!