Förðunarmeistarinn Harpa Káradóttir og Guðmundur Böðvar Guðjónsson eru trúlofuð. Parið trúlofaði sig um áramótin af Instagram að dæma, en Harpa birti mynd af sér með hring á fingri.
Harpa og Guðmundur hafa verið saman í nokkur ár en þau eiga tvíburadrengina Kára og Kristján saman. Stubbarnir litlu komu í heiminn árið 2020 og verða því þriggja ára í sumar.
Harpa er einn eftirsóttasti förðunarmeistari landsins en hún rekur Make-Up Studio Hörpu Kára.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!