Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erion McLeod gengu í hjónaband hinn 2. janúar í Orlando í Flórída í Bandaríkjunum.
Gunnhildur sagði frá brúðkaupinu á Instagram og sagðist ekki geta beðið um betra upphaf á nýju ári.
Gunnhildur leikur fótbolta með Orlando Pride og er einnig í íslenska landsliðinu. Erin, nú eiginkona Gunnhildar, er frá Kanada og er markmaður. Hún hefur leikið í efstu deild í Bandaríkjunum síðustu fjögur ár. Hún leikur sömuleiðis með landsliði Kanada.
Smartland óskar þeim innilega til hamingju!