Margrét Erla Maack burlesque-drottning Íslands er á lausu eftir að upp úr sambandi hennar og Tómasar Steindórssonar slitnaði. Margrét Erla er ekki bara dansari heldur starfar hún á Hringbraut Fréttablaðsins. Hann er útvarpsmaður á X-inu.
Margrét Erla vakti mikla athygli um síðustu helgi þegar hún prýddi forsíðuna á Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Í viðtalinu sagði frá ferð hennar til New York þar sem hún bar eld að eigin brjóstum. Eitt af aðalatriðum Margrétar Erlu er sumsé atriði þar sem hún er sveipuð perlum og fjöðrum en endar á því að kveikja í eldbrjóstadúskum.
„Þarna var alltaf partí á kvöldin, burlesque-kabarett-sýning, þar sem hápunkturinn var þegar Lady Mandl stóð sjálf á haus – nakin,“ segir Margrét. „Menningarelítan lét sig ekki vanta.“