Höfðar mál gegn Eddu Falak

Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur …
Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur hefur höfðað mál vegna birtingar hljóðupptöku. Ljósmynd/Eigin konur

Móðir konu sem var gestur í hlaðvarpsþættinum Eigin konur, sem Edda Falak stýrir, hefur höfðað mál vegna meints brots á friðhelgi einkalífs hennar.

Lögmaður hennar staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Í þættinum sagði konan frá uppvexti sínum og sambandi sínu við foreldra sína. Þar var spiluð hljóðupptaka af samskiptum hennar og móður hennar.

Móðirin segir upptökurnar hafa verið teknar án vitundar hennar, þær hafi verið teknar úr samhengi og að með birtingu á upptökunum hafi verið brotið freklega gegn friðhelgi einkalífs hennar.

Enginn þáttur í tvo mánuði

Eins og fjallað var um fyrr í dag hefur ekki komið út þáttur af Eigin konum í tvo mánuði, eða frá 15. desember.

Alls eru 783 áskrif­end­ur að þátt­un­um á Pat­reon og greiða þeir fyr­ir aukaþætti. Eng­inn aukaþátt­ur hef­ur komið á síðustu mánuðum þrátt fyr­ir að því sé heitið þegar fólk skrá­ir sig í áskrift. 

Ekki náðist í Eddu við vinnslu fréttarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda