Þóttist kunna sænsku fyrir hlutverk

Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í fjórðu þáttaröð Succession.
Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í fjórðu þáttaröð Succession. mbl.is/Hari

Jó­hann­es Hauk­ur Jó­hann­es­son fer með hlut­verk í fjór­um þátt­um í fjórðu þáttaröð banda­rísku þátt­anna Successi­on. Jó­hann­es Hauk­ur seg­ir frek­ar næs að fá að bregða sér í jakka­föt­in í tök­um, enda mikið verið í þátt­um þar sem hann útataður í blóði í þung­um vík­inga­klæðum. 

„Ég nátt­úru­lega þekkti þessa þætti, þeir eru í miklu upp­á­haldi hjá mér. Maður fær yf­ir­leitt nei í svona pruf­um. Það er yf­ir­leitt þannig. Svo detta inn já-in hér og þar en ég ekki við að fá þetta frek­ar en eitt­hvað annað. Svo er mér bara boðið hlut­verkið,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur í sam­tali við mbl.is. Fjórða þáttaröðin fer í loftið hinn 26. mars.

Jó­hann­es Hauk­ur kem­ur inn í fimmta þætt­in­um og leik­ur alls í fjór­um þátt­um. „All­ur fimmti þátt­ur ger­ist í Nor­egi og þau voru sér­stak­lega að leita að skandína­vísk­um leik­ur­um fyr­ir það,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur. Hann leik­ur Osk­ar Guðjohnsen, sem er viðskipta­stjóri í sænsku fyr­ir­tæki, en það er sænski leik­ar­inn Al­ex­and­er Skars­gård sem leik­ur for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins. 

„Eft­ir tök­urn­ar þar voru ég og ein norsk leik­kona feng­in til að koma í þrjá þætti til viðbót­ar í Banda­ríkj­un­um. Þau redduðu fyr­ir okk­ur at­vinnu­leyfi og við fór­um svo þarna nokkr­um sinn­um til New York og lék­um í þrem­ur þátt­um í viðbót. Þar á meðal í lokaþætt­in­um,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur. 

Hversu erfitt get­ur verið að tala sænsku?

Vel fór á með þeim Jó­hann­esi Hauki og Skars­gård, sem hann kall­ar auðvitað bara Al­ex­and­er. „Svo spjöll­um við aðeins á sænsku í þátt­un­um. Ég lærði dönsku í skóla auðvitað og var spurður hvort ég kunni sænsku, og ég sagði bara já. Ég meina, hversu erfitt get­ur þetta verið? Þegar á hólm­inn er komið þá þetta er nátt­úru­lega allt á ensku. Svo vildu þeir fá sam­tal á milli okk­ar á sænsku. Þá fæ ég þetta allt skrifað og Al­ex­and­er hjálpaði mér með framb­urðinn,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur sem seg­ir að í þátt­un­um hafi hann bara verið Íslend­ing­ur að vinna í Svíþjóð. 

Varstu ekki of mik­ill vík­ing­ur fyr­ir svona þætti?

„Nei þeim fannst það svo gam­an. Þau tala um okk­ur sem vík­ing­ana því við erum skandi­nav­íska fyr­ir­tækið sem er koma til Banda­ríkj­anna. Þeim fannst þau vera að koma inn í ann­an heim þegar þau koma til Nor­egs. Þannig þeim fannst bara fínt að við lit­um öðru­vísi út, há­vax­in, skeggjuð og ljós­hærð og svona,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur sem farið hef­ur með hlut­verk Ólafs Har­alds­son­ar í þátt­un­um­Vik­ings: Val­halla. 

„Það var næs að geta verið í jakka­föt­um, ekki ein­hverj­um níðþung­um leður­brynj­um og ein­hverju drasli. Það var mjög skemmti­leg til­breyt­ing.“

Jóhannes Haukur segir það næs að fá að leika í …
Jó­hann­es Hauk­ur seg­ir það næs að fá að leika í jakka­föt­um en ekki níðþung­um leðurkæðum. Ljós­mynd/​IMDb

Successi­on fjall­ar um gríðarlega efnaða fjöl­skyldu í fjöl­miðlaheim­in­um og eru marg­ar lit­rík­ar per­són­ur í þátt­un­um. Spurður hvernig væri að koma inn í þenn­an heim og hvort leik­ar­arn­ir væru jafn hroka­full­ir og á skján­um sagði Jó­hann­es: „Nei þau eru það alls ekki. Bara alls ekki. Það var líka það sem er gam­an. Ég er bú­inn að horfa á þessa þætti mikið og þetta eru nátt­úru­lega al­veg snar­geðveik­ir karakt­er­ar sem þau eru að leika. En þau eru öll voða elsku­leg og vina­leg. Ekki við öðru að bú­ast.“

Það er nóg að gera hjá leik­ar­an­um um þess­ar mund­ir en hann er með þetta ár vel skipu­lagt.

„Ég er núna að fara til Róm­ar á Ítal­íu. Þar fæ ég að vera í jakka­föt­um. Ég er að fara í banda­ríska sjón­varps­seríu sem er tek­in upp á Ítal­íu og þar fæ ég að vera í '50s-jakka­föt, þannig það verður gam­an,“ seg­ir Jó­hann­es Hauk­ur sem má ekki gefa upp meira um þætt­ina að svo stöddu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda