Málið legið hjá fjölmiðlanefnd í hálft ár

Edda Falak hefur verið þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur.
Edda Falak hefur verið þáttastjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur. Ljósmynd/Eigin konur

Kon­an sem höfðaði mál gegn Eddu Falak vegna birt­ing­ar hljóðbrots í hlaðvarpsþátt­un­um Eig­in kon­ur kvartaði til fjöl­miðlanefnd­ar vegna hljóðbrot­anna í sept­em­ber á síðasta ári. Þetta staðfest­ir lögmaður kon­unn­ar við mbl.is

Hef­ur kvört­un henn­ar legið inni á borði fjöl­miðlanefnd­ar síðan þá en nefnd­in tók þá ákvörðun að fresta því að taka efn­is­lega af­stöðu í mál­inu þar til niðurstaða dóm­stóla í máli kon­unn­ar gegn Eddu lægi fyr­ir. 

Vildi banna miðlun þátt­ar­ins

Óskaði kon­an eft­ir því að fjöl­miðlanefnd tæki ákvörðun um að banna miðlun þátt­ar­ins á grund­velli 52. gr. laga um fjöl­miðla. Til vara óskaði kon­an eft­ir því að nefnd­in myndi banna spil­un á upp­tök­un­um, sem hún tel­ur hafa verið aflað með ólög­mæt­um hætti. 

Í dóms­máli sínu gegn Eddu krefst kon­an fimm millj­óna í skaðabæt­ur vegna birt­ing­ar upp­tök­unn­ar, sem hún tel­ur brjóta gegn friðhelgi einka­lífs síns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda