Sigurður Orri Kristjánsson fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni og Kamilla Einarsdóttir rithöfundur eru nýtt par. Þau hnutu um hvort annað fyrir ekki svo löngu síðan og hafa verið óaðskiljanleg síðan þá.
Átta ára aldursmunur er á parinu en Kamilla er 44 og hann verður 36 ára síðar á árinu.
Kamilla hefur gefið út tvær bækur. Sú fyrri Kópavogskróníkan kom út 2018 og var gert leikrit upp úr bókinni og hin síðari, Tilfinningar eru fyrir aumingja, kom út 2021. Nú vinnur Kamilla að sinni þriðju skáldsögu sem kemur út síðar á þessu ári.
Sigurður Orri er með útvarpsþáttinn Boltinn lýgur ekki ásamt Tómasi Steindórssyni á X977 og sjónvarpsþáttinn Lögmál leiksson á Stöð 2.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina og lífið!