Skaut föstum skotum að notkun „töfralyfsins“ í Hollywood

Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Jimmy Kimmel var kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP

Óskarsverðlaunin voru veitt með pompi og prakt aðfaranótt mánudags í Los Angeles í Bandaríkjunum. Kynnir kvöldsins var spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel sem tók á málefnum líðandi stundar í Hollywood á spauglegan máta. 

Mikið hefur verið rætt og skrifað um lyfið Ozempic sem hefur notið mikilla vinsælda og verið kallað „töfralyfið“ í Hollywood. Lyfið er ætlað sykursjúkum til að léttast og eru fjölmargar Hollywood-stjörnur sagðar nota lyfið í þeim tilgangi.

Kimmel skaut föstum skotum á stjörnurnar og gerði grín að hömlulausri notkun þeirra á lyfinu. Hann benti á stórkostlegt þyngdartap í salnum og spurði: „Ég get ekki annað en velt því fyrir mér: Er Ozempic það rétta fyrir mig?“

Lyfið eigi ekki að nota sem megrun

Þó svo brandarinn hafi slegið í gegn í salnum hefur umræðan um lyfið ekki bara verið jákvæð. Læknar hafa varað við því að lyfið sé sannarlega engin töfralausn og að því geti fylgt aukaverkanir. 

Þá hefur einnig komið fram að lyfið eigi ekki að nota sem megrun. Skortur er á lyfinu á alþjóðavísu og hafa stjörnur í Hollywood verið gagnrýndar fyrir að nota lyfið til þess eins að missa nokkur „aukakíló.“ 

„Heróínútlit“ aftur í tísku

Talið er að vinsældir lyfsins megi meðal annars rekja til mikilla umskipta í tískuheiminum þegar kemur að vaxtarlagi kvenna þar sem svokallað „heróínútlit“ sem tröllreið tískuheiminum í kringum aldamótin hefur öðlast vinsældir á ný. Tískan ýtir undir að fólk, og þá sérstaklega konur, séu svo grannar að hægt sé að telja í þeim rifbeinin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda