Atli Freyr Sævarsson, markþjálfi og athafnamaður í Þýskalandi, og Hanna Kristín Skaftadóttir, viðskiptafræðingur, doktorsnemi og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst, eru trúlofuð. Hann bað hennar á eyjunni Tenerife sem er við Afríkustrendur og hún sagði já.
Parið hnaut um hvort annað á síðasta ári og hafa verið óaðskiljanleg síðan þá.
Smartland óskar þeim til hamingju með ástina!