Missti vinnuna og gæti ekki verið meira sama

Feðgarnir Þórarinn Þórarinsson og Guðjón Bergur. 50 ár eru á …
Feðgarnir Þórarinn Þórarinsson og Guðjón Bergur. 50 ár eru á milli feðganna.

Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson er einn af þeim sem misstu vinnuna á Fréttablaðinu í dag. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum en hann var á Pressunni sálugu í gamla daga, var ritstjóri DV.is um tíma. Hann segir að það sé óþarfi að vorkenna honum. 

„End of an era, vissulega. En með fullri virðingu fyrir því að auðvitað er fólki oftast áfall að missa vinuna þá er mér svo innilega fokksama um Fréttablaðið anno 2023 að ég frábið mér allar frekari samúðarkveðjur, blóm og kransa.

Ekki heldur minn stíll að æðrast yfir því að langdregnum og leiðinlegum brandara ljúki með lélegri pönslínu og þessi aðgerð sparar mér fyrst og fremst ómakið að segja upp (að loknu fæðingarorlofi) hjá fjölmiðli sem má muna sinn fíflil svoleiðis fegurri að síðustu misseri hefur beinlínis verið niðurlægjandi að starfa þar. Hastala vista, babys!“ segir Þórarinn á Facebook-síðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda