Borðar hvorki hveiti, sykur né páskaegg

Ellý Ármanns fer líklega í góðan bíltúr út úr bænum …
Ellý Ármanns fer líklega í góðan bíltúr út úr bænum páskana. Ljósmynd/Hlynur Sölvi

Ellý Ármanns, listakona og hóptímakennari hjá Reebok Fitness, ætlar að nýta páskana til að knúsa barnabarnið sitt. Hún slær aldrei slöku við þegar hreyfing er annars vegar og
ætlar ekki að sleppa því að svitna aðeins á meðan hinir í fjölskyldunni borða páskaegg.

Hvernig voru páskarnir þegar þú varst að alast upp?

„Yndislegir. Alltaf páskaeggjaleit og páskasteikin hjá ömmu Jónu.“

Hvað gerir þú alltaf um páskana?

„Ég nýti tímann vel til að slappa af með fjölskyldu og vinum. Við spilum, leitum að páskaeggjum, förum í göngutúra og rúllum pottþétt í Kjósina þar sem fjölskyldan á bústað.“

Ertu með eitthvað skemmtileg plön fyrir páskana í ár?

„Já, barnabarnið gistir hjá okkur þar sem eldri sonur minn og eiginkona hans eru að fara í stutt ferðalag áður en nýja ömmubarnið kemur í heiminn. Við höldum í hefðirnar. Eldum dásamlegan mat og já bara njótum samverunnar. Hittum tengdó. Hver veit nema við rúllum á Selfoss og komum við á Kaffi Krús hjá Tomma.“

Skreytir þú um páskana?

„Páskaliljur og sólarljósið eru mitt páskaskraut. Svo er aldrei að vita nema ég setji gulan bjartan fallegan páskalit í stórt verk sem ég er að vinna í. Ég mála það inni í stofu og bæti við smám saman.“

Ellý er að vinna í Jesúmynd.
Ellý er að vinna í Jesúmynd. Ljósmynd/Hlynur Sölvi

Hvernig páskaegg ætlarðu fá þér í ár?

„Þar sem ég borða ekki sykur, hveiti eða unninn mat læt ég aðra meðlimi fjölskyldunnar um að sinna þeirri hefð.“

Finnst þér mikilvægt að hreyfa þig um páskana á milli súkkulaðiátsins?

„Já ég hreyfi mig alla daga. Ég er hóptímakennari í Reebok Fitness og er með tíma þar alla daga nema sunnudaga. Hreyfing skiptir mig miklu máli nú þegar ég er orðin 53 ára gömul. Ég slaka aldrei á þegar kemur að því að rækta mig og mína vellíðan. Hjá mér er hreyfing númer eitt og það á líka við yfir páskahátíðina.“

Hefur þú nýtt páskana til að ferðast?

„Já við elskum Kjósina. Við förum örugglega þangað núna ef tengdó verður þar. Svo er Grundarfjörður í uppáhaldi hjá mér núna. Við fórum þangað í dagsferð í síðustu viku. Fólkið í bænum er svo yndislegt eitthvað. Rokkstjarnan þar; Kirkjufellið, tekur vel á móti manni. Allir íbúarnir þarna gáfu okkur bros á þessum fallega degi. Þar er eitt svakalega sætt lítið kaffihús sem heitir Græna kompaníið og ef það er opið yfir páskahátíðina hugsa ég að við keyrum þangað og fáum okkur tómatsúpuna þar. Hún er sú besta sem ég hef smakkað.“

Áttu uppáhaldsmálshátt?

„Milt er móðurhjartað. Ég er svo heppin að vera mamma og amma og akkúrat núna er hjarta mitt að springa úr hamingju, gleði og þakklæti af því að fólkið mitt er ókei.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál