Patrik flaggar Helga afa sínum í nýju myndbandi

Patrik Atlason er dóttursonur Helga Vilhjálmssonar.
Patrik Atlason er dóttursonur Helga Vilhjálmssonar. Ljósmynd/Samsett

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason fékk afa sinn til liðs við sig þegar hann kynnti nýjan umboðsmann sinn í dag. Afinn er enginn annar en Helgi Vilhjálmsson, sem yfirleitt er kallaður Helgi í Góu. Hann hefur sett svip sinn á samfélagið síðan hann hóf viðskipti enda framleitt allt sem fólk elskar að háma í sig eins og kúlur, hraun og lakkrís. 

Patrik nýtur vinsælda sem tónlistarmaður og leggur mikið upp úr því að vera flottastur. Í viðtali við Smartland á dögunum sagði hann frá því að hann vilji aldrei vera eins og fífl til fara. 

„Ég reyni að klæða mig þannig að ef ein­hver næði mynd af mér þá væri ég ekki eins og fífl. Það er erfiðast í vinn­unni. Ég vinn hjá fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­inu Góu,“ sagði Patrik í viðtali við Smartland nýlega um fatastílinn og tók fram að hann væri barnabarn Helga í Góu. „Það er erfitt að vera í vinn­unni í fersku „out­fitti“.“

Birgitta Líf Björnsdóttir er kynnt sem nýr umboðsmaður Patriks og er faðir hennar, Björn Leifsson eigandi World Class, einnig í mynd. Segja má að þarna séu fjölskylduveldi að renna saman í eina sæng. Bifreið Björns Leifssonar kemur einnig við sögu í myndbandinu en hann er skráður eigandi ökutækisins sem Birgitta Líf keyrir um á eins og kom fram á Smartlandi fyrir nokkrum árum. 

View this post on Instagram

A post shared by @patrikatlason

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda