„Þetta er á margan hátt nýtt upphaf sem er bara æðislegt“

Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson gengu í hjónaband …
Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson gengu í hjónaband í Mosfellskirkju síðasta laugardag. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir og Elvar Þór Karlsson gengu í hjónaband í Mosfellskirkju síðasta laugardag. Þrátt fyrir að veislan hafi verið lítil og látlaus skartaði brúðurin tveimur kjólum og gestirnir voru ennþá í fullu fjöri klukkan þrjú um nóttina. Hún segir að hjónaband sé nýtt upphaf.

„Dagurinn var bara eiginlega fullkominn. Ég hefði ekki getað óskað mér betri dags. Veðrið var yndislegt og allir í svo miklu stuði. Við vorum með frekar lítið brúðkaup en í staðinn myndaðist svo ótrúlega góð stemning hjá öllum. Við giftum okkur í Mosfellskirkju og í athöfninni söng Ragga Gröndal og Kór Lindakirkju. Tónlistin var dásamleg og við fórum með heit hvort til annars í athöfninni sem var mjög skemmtilegt,“ segir Greta Salóme sem nýtur nú hveitbrauðsdaganna með eiginmanni sínum.

Dagurinn verður lengi í minnum hafður hjá hjónunum.

„Það sem stóð upp úr var hvað allt var fallegt í athöfninni. Veðrið var yndislegt og fólk grét og hló í athöfninni til skiptis. Það voru allir bara svo léttir, sem var svo gaman. Fyrir mér stóð persónulega upp úr að sjá manninn minn standa við altarið með litla strákinn okkar þegar ég labbaði inn og taka á móti mér. Svo var ótrúlega dýrmætt að labba inn með pabba mínum,“ segir hún.

Hjónabandið markar skil og eru þau spennt fyrir komandi tímum.
Hjónabandið markar skil og eru þau spennt fyrir komandi tímum. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Gastu ímyndað þér fyrirfram hvernig þetta yrði?

„Ég gat ekki ímyndað mér hvað þetta var gaman og hvað myndaðist mikil stemning. Það er alltaf smá ófyrirséð hvernig stemningin verður þó maður plani allt í þaula en við áttum bara draumadag.“

Tveggja kjóla brúðkaup!

Greta Salóme klæddist tveimur kjólum í brúðkaupinu. Fyrri kjóllinn er af móður hennar sem gekk að eiga föður hennar 1976. Brúðkaup þeirra fór einmitt fram í sömu kirkju og Greta Salóme gifti sig í.

„Kjóllinn hennar mömmu er svo dásamlega fallegur. Þegar ég mátaði hann fyrst með fjölskyldunni var það meira til að gera grín að honum en svo var hann fullkominn og við urðum öll orðlaus. Ég breytti honum svo örlítið og lét steina hann og gera hann örlítið meira að mínum en án þess að gera miklar breytingar á kjólnum sjálfum. Í veislunni var ég svo í Nadine Merabi stuttum kjól. Veislan var heima hjá okkur og mig langaði að vera í aðeins meiri partíkjól þar,“ segir hún.

Greta Salóme gifti sig í brúðarkjól móður sinnar.
Greta Salóme gifti sig í brúðarkjól móður sinnar. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Að sögn Gretu Salóme var brúðkaupsveislan einstaklega vel heppnuð.

„Guðrún Árný kom og söng og fékk alla til að syngja með sér. Það öskursöng allt partíið og meira að segja níræður afi minn söng með. Svo voru ræður þar sem var mikið hlegið og svo var dansað langt fram á nótt. Til marks um hversu mikið stuð var þá var 20 manna halarófa ennþá dansandi um húsið klukkan þrjú um nóttina. Sennilega var besta ákvörðunin varðandi veisluna að fá viðburðaþjóna til að sjá um hana. Þau sáu um að allt væri tipptopp og voru bara ótrúleg. Veislan fór algjörlega upp á annað stig með þeim. Við breyttum bílskúrnum í kokteilbar þar sem við vorum með tvo kokteilbarþjóna og það var greinilegt að fólk elskaði það þar sem þeir voru að hrista kokteila langt fram á nótt.“

Mömmuknús.
Mömmuknús. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Brúðkaupstertan var bökuð af 17 sortum og segir Greta Salóme að hún hafi komið ótrúlega skemmtilega á óvart.

„Við fengum að smakka hjá þeim alls konar kökur og við féllum fyrir köku sem var með hvítsúkkulaði, sítrónusmjöri og ylliblómum. Við hefðum aldrei giskað á þessa samsetningu en hún var gjörsamlega geggjuð og svo var hún svo ótrúlega falleg eins og allar kökurnar frá þeim. Hún var fölbleik og gyllt eins og litaþemað í brúðkaupinu var.“

Það kom ekkert annað til greina en að keyra inn …
Það kom ekkert annað til greina en að keyra inn í hjónabandið á glæsikerru frá Lexus. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir

Keyrði inn í nýtt líf á Lexus!

Brúðhjónin voru keyrð á milli staða í glæsilegri lúxuskerru frá Lexus.

„Við gerðum þetta allt svolítið óhefðbundið og algjörlega eftir okkar höfði. Þegar kom að því að velja brúðarbílinn þá langaði okkur ekki í þetta týpíska fornbíladæmi heldur eitthvað sem væri aðeins meira við. Ég er búin að vinna með Lexus í mörg ár og mér finnst eiginlega ekkert brúðkaupslegra en fallegur Lexus-bíll. Þeir eru svo „classy“ og geggjaðir. Þeir völdu bíl fyrir mig sem var gjörsamlega truflaður og er týpan ES300h.“

Hvernig er að vera gift kona?

„Það er bara dásamlegt. Við erum búin að tala mikið um það einmitt að þó við séum búin að vera lengi saman þá finnst okkur þetta stórt skref og mikilvæg ákvörðun þannig að þetta er á margan hátt nýtt upphaf sem er bara æðislegt.“

Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál