Einkaþjálfarinn Karitas María Lárusdóttir og fótboltamaðurinn fyrrverandi, Gylfi Einarsson, gengu í hjónaband á Spáni í gær. Brúðkaupið fór fram á La Finca Resort hótelinu á Alicante á Spáni og var ekkert til sparað til þess að gera brúðkaupið sem glæsilegast.
Brúðkaupið fór fram utandyra í blíðskaparveðri. Brúðurin var glæsileg í hvítum síðum ermalausum kjól með blúndum. Hún var með slör sem var fest neðarlega í hnakkann og var hárið tekið upp að aftan. Hún geislaði af fegurð og þokka. Sigurlaug Dröfn Bjarnadóttir, sem stofnaði Reykjavík Makeup School, farðaði brúðurina fyrir stóra daginn en hún er einstaklega fær á sínu sviði.
Gylfi var smekklega klæddur í svartan smóking með slaufu og vesti innanundir.
Eftir afhöfnina sjálfa var slegið upp veislu þar sem brúðhjónin sáu til þess að engum leiddist.
Smartland óskar Karitas Maríu og Gylfa til hamingju með giftinguna!