Biggi lögga og Sísí Ingólfs trúlofuð

Birgir Örn Guðjónsson og Sísí Ingólfsdóttir eru trúlofuð.
Birgir Örn Guðjónsson og Sísí Ingólfsdóttir eru trúlofuð.

Birg­ir Örn Birg­is­son, Biggi lögga, og listamaður­inn Sísí Ing­ólfs­dótt­ir eru trú­lofuð. Frétt­ir voru sagðar af því að þau hefðu fundið hvort annað í lok síðasta árs. 

Biggi lögga hef­ur verið áber­andi í fjöl­miðlum lengi því það er ekki í hans anda að liggja á skoðunum sín­um. 

Sísí er hins veg­ar einn af fersk­ustu mynd­list­ar­mönn­um lands­ins en lista­verk henn­ar hafa slegið í gegn. Í verk­um sín­um af­sak­ar hún hitt og þetta. Hún af­sak­ar allt þetta lít­il­ræði, af­sak­ar að þetta sé ekki Gucci og fleira í þeim dúr. Það að af­saka hitt og þetta hef­ur fylgt ís­lenska kven­pen­ingn­um um langa hríð. Með verk­um sín­um er Sísí að reyna að af­nema þenn­an ósið ís­lenskra kvenna að af­saka sig enda­laust. Að nota húm­or­inn er góð leið til þess en verk henn­ar eru líka fal­leg með góðri upp­bygg­ingu. 

Parið hyggst flytja sam­an á næst­unni en Biggi lögga aug­lýsti íbúð sína til sölu á dög­un­um. Og nú eru þau búin að trú­lofa sig. Það er bara eitt eft­ir og það er binda enda­hnút­inn með gift­ingu.

Birgir Örn Birgisson og Sísí Ingólfsdóttir eru trúlofuð.
Birg­ir Örn Birg­is­son og Sísí Ing­ólfs­dótt­ir eru trú­lofuð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda