EXIT-Porsche einn og yfirgefinn á umferðareyju

Porsche Panamera 4 E-Hybrid uppi á umferðareyju.
Porsche Panamera 4 E-Hybrid uppi á umferðareyju. Ljósmynd/Aðsend

Porsche bifreið nokkur hefur vakið athygli í umferðinni. Þó ekki fyrir ökulag heldur vegna einkanúmersins sem prýðir bílinn. Einkanúmerið EXIT fer ekki framhjá neinum. Flestir tengja þetta bílnúmer við sjónvarpsþættina EXIT sem sýndir eru á Rúv en þeir fjalla um kolbrjálaða norska útrásarvíkinga sem gera allt sem venjulegir heiðvirðir borgarar myndu aldrei gera.

Þeir vakna ekki fyrr en þeir fá sinn skammt af kókaíni og svífast einskis til þess að græða sem mest af peningum. Þeir stunda innherjaviðskipti eins og enginn sé morgundagurinn og komast upp með það líkt og frændur þeirra og frænkur á Íslandi. 

Þessi Porsche-bifreið hefur þó ekkert með vinsælu EXIT-sjónvarpsþættina að gera því eigandi bílsins er Sigurður Elí Bergsteinsson eigandi skemmtistaðarins EXIT. Skemmtistaðurinn nýtur vinsælda og er í miðbæ Reykjavíkur. Porsche-bifreiðar Sigurðar Elís er að gerðinni Panamera 4 E-Hybrid og er 2017 módel. 

Eftir að bílastæðasjóður hækkaði gjaldskrá sína þá er kannski ódýrara að leggja bara uppi á umferðareyju og treysta á að fá ekki sekt frá lögreglunni. Myndirnar voru teknar klukkan 21.30 á sunnudagskvöldið. 

Hér er Sigurður Elí á Mercedes-Benz G 500 en um tíma keyrði hann um á ekta EXIT-jeppa en jeppinn hefur verið seldur. 

View this post on Instagram

A post shared by @siggielii



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál