Rúrik hitti eftirsóttustu TikTok-stjörnur heims

Þeir Jacob Rott, Rúrik Gíslason og Luis Freitag hittust á …
Þeir Jacob Rott, Rúrik Gíslason og Luis Freitag hittust á viðburði í gær þar sem þeir virtust skemmta sér konunglega. Samsett mynd

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn og áhrifavaldurinn, Rúrik Gíslason, mætti á viðburð í gær á vegum Dyson í Þýskalandi þar sem hann hitti tvær af eftirsóttustu TikTok-stjörnum heims, þá Jacob Rott og Luis Freitag. 

Rott og Freitag eru meðlimir í hinum geysivinsæla hópi Elevator Boys sem hafa verið að gera allt vitlaust á TikTok síðustu ár, en í gær lék hópurinn frumraun sína sem strákaband þegar þeir gáfu út sitt fyrsta lag, Runaway. 

Af myndum að dæma virtust félagarnir skemmta sér vel á viðburðinum með Rúrik. Þeir hafa haft nóg um að spjalla þar sem Rúrik var líka að gefa út glænýjan smell með strákabandinu IceGuys í gær.

Luis Freitag, Rúrik Gíslason og Jacob Rott í góðum gír.
Luis Freitag, Rúrik Gíslason og Jacob Rott í góðum gír. Skjáskot/Instagram
Rúrik fékk að hlusta á nýjasta smell Elevator Boys, Runaway.
Rúrik fékk að hlusta á nýjasta smell Elevator Boys, Runaway.
Rúrik virtist hrifinn af laginu og hrósaði strákunum.
Rúrik virtist hrifinn af laginu og hrósaði strákunum. Skjáskot/Instagram

Gáfu út nýtt lag á sama degi

Rott og Freitag eru meðal fimm meðlima Elevator Boys, en samtals eru þeir með yfir 41 milljón fylgjenda á TikTok. Þá er Rott með yfir 11,6 milljónir fylgjenda á miðlinum og Freitag með 3,2 milljónir fylgjenda.

Í strákabandi Rúriks, IceGuys, eru einnig fimm meðlimir, en með honum í bandinu eru Jón Jónsson, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör og Aron Can. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag, Rúlletta, í júní og hafa nú gefið út annað lag sem ber heitið Krumla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda