Katrín Edda og Markus: „Nýgift, aftur!“

Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus giftu sig í Garðakirkju í …
Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus giftu sig í Garðakirkju í dag. Skjáskot/Instagram

Verkfræðingurinn og áhrifavaldurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir og Markus gengu í heilagt hjónaband í dag.

Það má segja að öllu hafi verið tjaldað til fyrir stóra daginn en Katrín Edda, sem er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins, hefur sýnt frá undirbúningnum undanfarnar vikur. 

Athöfnin fór fram í Garðakirkju nú síðdegis en veislan verður á Grand hóteli í kvöld. Má búast við því að gestir dansi fram á rauðanótt.

Þetta er í annað sinn sem þau Katrín Edda og Markus ganga í það heilaga, en þau létu pússa sig saman í janúar á síðasta ári. Í millitíðinni hafa þau eignast dótturina Elísu Eyþóru. 

Hjónin eru búsett í Þýskalandi og giftu sig hjá sýslumanni þar í landi. Því var komið að því að gifta sig hér á Íslandi og halda veislu fyrir stórfjölskylduna og vini.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með ástina!

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda