Hafsdís og Kleini trúlofuð

Þessi mynd var tekin af Hafdísi og Kleina þegar þau …
Þessi mynd var tekin af Hafdísi og Kleina þegar þau mættu í þáttinn Ísland vaknar á K100. Ljósmynd/Kristín Sif

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, Kleini, eru trúlofuð. Hafdís er einkaþjálfari og hann er áhrifavaldur sem nýlega stofnaði fyrirtæki sem sérhæfir sig í útleigu á litlum húsbílum.

Parið hefur verið áberandi síðan þau byrjuðu saman enda með líf sitt í beinni útsendingu á Instagram. Kristján Einar tilkynnti hinsvegar á dögunum að hann væri hættur á samfélagsmiðlum í bili því það væri svo mikið að gera hjá honum. Þessar beinu útsendingar væru tímafrekar og hann þyrfti að tíma til að ná markmiðum sínum. Koma sér á þann stað sem hann dreymir um og þá mætti nú alls ekkert trufla huga hans. Hann sagði að það tæki hann 2-3 klukkutíma á dag að sinna félagsmiðlinum og því væru næstu 6-12 mánuðir tileinkaðir harðri vinnu. 

Parið tilkynnt rétt í þessu að það væri trúlofað og …
Parið tilkynnt rétt í þessu að það væri trúlofað og hefði verið það frá 1. janúar. Ljósmynd/Facebook

Hafdís er hinsvegar ekki hætt á félagsmiðlum og parið hefur nú skráð sig trúlofað frá 1. janúar en Smartland greindi frá því í mars að þau væru saman. Þá voru þau búin að vera saman í viku. Stóra spurningin gæti verið hvort fólk geti trúlofast áður en það byrjar saman? Þegar stórt er spurt er fátt um svör! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda