Simmi kominn með bílprófið en finnur fyrir tómleikatilfinningu

Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson eru samstarfsfélagar og naut sá …
Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson eru samstarfsfélagar og naut sá fyrrnefndi góðs af greiðvikni þess síðarnefnda síðustu fjóra mánuði. Ljósmynd/Aðsend

Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, veitingamaður er kominn aftur með bílprófið eftir fjögurra mánaða bílprófsleysi. Hann fékk bílprófið aftur á mánudagsmorgun og segir tilfinningarnar blendnar. 

„Ég keyrði í vinnuna á mánudagsmorguninn,“ segir Simmi í samtali við Smartland og játar að hafa upplifað blendnar tilfinningar. 

„Eins fyndið og það hljómar þá finn ég fyrir ákveðinni tómleikatilfinningu því Villi samstarfsmaður minn hefur sótt mig nánast á hverjum morgni,“ segir hann. Simmi upplifði ákveðin forréttindi að vera sóttur og segist hafa upplifað miklar gæðastundir í þessum bílferðum á morgnana. 

„Hann finnur örugglega tómleikatilfinningu líka,“ segir hann og hlær og bætir við:

„Nú langar mig að verða ráðherra. Það er svo næs að vera með bílstjóra og geta unnið í bílnum á leiðinni í vinnuna.“

Hvaða ráðherra myndir þú helst vilja vera ef til þess kæmi?

„Menntamálaráðherra. Það þarf að styrkja menntamálin,“ sagði Simmi sem keyrir nú eins og vindurinn. 

Simmi ræddi um bílprófið og fleira í nýjasta hlaðvarpsþætti þeirra Huga Halldórssonar. Hægt er að hlusta á þáttinn á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál