Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, eða Alma Goodman eins og hún kallar sig, gekk í hjónaband með leikaranum Ed Weeks á Spáni á dögunum. Alma hefur nú einnig tekið upp eftirnafnið Weeks á Instagram.
Alma og hinn breski Ed Weeks trúlofuðu sig í fyrra. „Besta og auðveldasta ákvörðun ég hef nokkurn tímann tekið,“ skrifaði Alma þegar hún greindi frá trúlofuninni.
Weeks er nokkuð þekktur leikari í Hollywood en hann fór með stórt hlutverk í gamanþáttunum The Mindy Project. Alma sem hefur gert það gott sem lagahöfundur erlendis og meðal annars samið fyrir Katy Perry. Hún kom fyrst fram á sjónarsviðið með stelpuhljómsveitinni Nylon. Hljómsveitin kom einmitt aftur saman á menningarnótt í lok ágúst.
Smartland óskar hjónunum til hamingju!