„Það klikkaði ekkert, þetta var sturlað partí og allir skemmtu sér konunglega“

Útvarpsstjarnan á K100 Kristín Sif Björgvinsdóttir og rokkstjarnan í Dimmu, Stefán Jakobsson, gengu í hjónaband í Mývatnssveit á laugardaginn var. Bergsveinn Arilíusson, oft kallaður Beggi í Sóldögg, gaf brúðhjónin saman en hann er athafnastjóri. Athöfnin fór fram utandyra í Húsnestá sem er lítil „eyja“ við Mývatn en landið er í eigu fjölskyldu Stefáns. 

Þessi litla „eyja“ er vinsæll samkomustaður í fjölskyldu Stefáns og því fannst brúðhjónunum tilvalið að slá þar upp brúðkaupi. Um 200 manns var boðið til veislunnar og skemmtu gestir sér konunglega. Kristín Sif segist vera í skýjunum með brúðkaupsdaginn. 

Ljósmynd/Mummi Lu

„Rétt fyrir athöfnina okkar komu inn tveir bjórstrákar, Binni Löve og Fannar, með hjólbörur og blöstuðu diskótónlist. Þeir dreifðu bjór á mannskapinn til þess að taka stífleikan úr athöfninni og slá tóninn fyrir kvöldið því við vorum samankomin til að hafa gaman,“ segir Kristín Sif í samtali við Smartland. 

Stefán er söngvari í hljómsveitinni Dimmu og svo er líka tónlistarkennari. Það er mikil músík í fjölskyldunni hans og að sjálfsögðu skipaði fjölskyldan kór og söng í athöfninni. 

„Stefàn söng lagið Dont want to missa a thing þegar ég gekk inn,“ segir Kristín Sif og bætir því við að söngkonan Erna Hrönn, Matti Matt og Stefanía Svavarsdóttir hafi einnig sungið í athöfninni. 

Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu

„JAK band spilaði undir og börnin okkar komu okkur á óvart með óvæntu söng-og dansatriði í athöfninni. Veðrið var alveg á tæpasta vaði en hélt sér stilltu en það var pínu kalt,“ segir Kristín Sif. 

Eftir athöfnina slógu hin nýbökuðu hjón upp veislu í félagsheimilinu Skjólbrekku. Þór Bæring og Bogi Hallgrímsson voru veislustjórar og hófu veisluna á meðan Kristín Sif og Stefán fóru í myndatöku hjá Mumma Lú. Boðið var upp á veitingar frá Matarkompaníinu sem voru í formi smárétta. 

„Maturinn vakti þvílíka lukku og fólk talaði mikið um hvað maturinn var góður,“ segir hún.

Stefán söng í athöfninni.
Stefán söng í athöfninni. Ljósmynd/Mummi Lu
Nanna Hinriksdóttir farðaði Kristínu Sif.
Nanna Hinriksdóttir farðaði Kristínu Sif. Ljósmynd/Mummi Lu
Stefán klæddist sérsaumuðum jakkafötum frá Kölska.
Stefán klæddist sérsaumuðum jakkafötum frá Kölska. Ljósmynd/Mummi Lu

Í veislunni voru mörg frábær skemmtiatriði. Ingó töframaður töfraði og börnin þeirra fluttu frumsamið lag, spiluðu á hljóðfæri og sungu. Hljómsveit Stefáns, Dimma, tók nokkur lög og Birgir Jónsson forstjóri Play, sem eitt sinn var trommuleikari í Dimmu, hélt ræðu. Söngkonan Guðrún Árný söng líka með Dimmu. 

Kristín Sif segir frá því að tengdaforeldrar hennar hafi fagnaði 45 ára brúðkaupsafmæli í síðustu viku og því hafi Erna Hrönn og Davíð Sigurgeirsson sungið lag Ellýjar Vilhjálmsdóttur heitinnar, Allt mitt líf, sem gerði það að verkum að það var ekki þurrt auga í salnum. 

Kristín Sif er ekki bara útvarpsstjarna á K100 heldur líka boxari. Þegar kom að fyrsta dansinum gengu þau út á gólfið eins og þau væru að fara að berjast með boxhanska. Það var þó ekki á dagskrá heldur voru þau með æft dansatriði sem vakti athygli.

Eftir að hjónin stigu sinn fyrsta dans byrjaði ballið og athafnastjórinn Bergsveinn, Beggi í Sóldögg, hóf fjörið á nokkrum góðum lögum sem hljómsveit hans hefur gert ódauðlega í gegnum tíðina. Eftir mikla tónlistarveislu þar sem hver stjarnan á fætur annarri tróð upp tók samstarfsmaður Kristínar Sifjar, Ásgeir Páll Ásgeirsson, við keflinu og spilaði dúndrandi partílög fram á nótt. 

„Það klikkaði ekkert, þetta var sturlað partí og allir skemmtu sér konunglega,“ segir Kristín Sif.

Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu

Hjónin voru vel búin á brúðkaupsdaginn sinn. Hún klæddist sérsaumuðum kjól úr smiðju Eyrúnar Birnu sem rekur fyrirtækið Bloom by Eyrún. Hún var með blómakrans í hárinu sem Blómdís töfraði fram. Um förðunar Kristínar Sifjar sá Nanna Hinriksdóttir og Ásdís Hauksdóttir greiddi henni. Stefán skartaði sérsaumuðum jakkafötum frá Kölska og var með hatt frá Sigurði Erni sem rekur fyrirtækið Sigzon Hats. Svo settu þau upp hringa frá Sign sem vonandi þarf aldrei að taka niður. 

Hringarnir voru sérsmíðaðir af Inga í Sign.
Hringarnir voru sérsmíðaðir af Inga í Sign. Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Birgir Jónsson forstjóri Play hélt ræðu í brúðkaupinu en hann …
Birgir Jónsson forstjóri Play hélt ræðu í brúðkaupinu en hann var einu sinni trommuleikari í hljómsveitinni Dimmu. Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
Ljósmynd/Mummi Lu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda