Hildur Árnadóttir innanhússhönnuður og eigandi Studio Homested og Óskar Páll Sveinsson kvikmyndagerðamaður eru nýtt par.
Þau mættu saman í Háskólabíó þegar kvikmyndin Tilverur eftir Ninnu Pálmadóttir var frumsýnd á fimmtudaginn í tilefni af kvikmyndahátíðinni Riff. Eins og sjá má geisluðu þau af gleði og hamingju.
Óskar Páll hefur gert það gott í heimi kvikmynda, heimildamynda og í auglýsingagerð í gegnum tíðina. Hann hefur líka framleitt marga skemmtilega sjónvarpsþætti. Á sama tíma og Óskar Páll hefur séð til þess að fólki leiðist ekki hefur Hildur fegrað umhverfi landsmanna með smekkvísi og sölu á hönnunarvörum.
Smartland óskar Hildi og Óskari Páli að sjálfsögðu til hamingju með ástina! Því eins og Bubbi Morthens segir þá er svo gott að elska!