Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka var ekki lengi án atvinnu.
Hún hætti sem bankastjóri í júní þegar upp komst að ekki hafði verið farið eftir öllum reglum þegar hlutir í bankanum voru seldir. Nú er hún orðin stjórnarformaður í íslenska hönnunarfyrirtækinu FÓLK Reykjavík og tók við starfinu í ágúst.
Birna var ekki eina nýja manneskjan í nýrri stjórn FÓLK Reykjavík því Sif Jakobs er líka komin í stjórnina, en hún hefur getið sér gott orð fyrir skartgripahönnun sína sem er seld í 38 löndum um allan heim.
Auk þess kom Stefán Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Sýnar inn í stjórn en hann er eiginmaður Rögnu Söru Jónsdóttur stofnanda FÓLK Reykjavík.
Fréttin hefur verið uppfærð.