Ástin slokknaði hjá Önnu og Sveini Andra

Anna María Hákonardóttir og Sveinn Andri Sveinsson eru hætt saman.
Anna María Hákonardóttir og Sveinn Andri Sveinsson eru hætt saman. Ljósmynd/Samsett

Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson og læknirinn Anna María Hákonardóttir hófu ástarsamband og var greint frá því í ágúst að þau væru nýtt par. Ástin sem kviknaði slokknaði og parið farið hvort sína leið. 

Parið fór í eftirminnilega ferð til Tenerife í ágúst þar sem Sveinn Andri fagnaði því að vera orðinn 60 ára en hann á afmæli 12. ágúst. Anna María er 25 árum yngri en Sveinn Andri - fædd 1988.

Anna María lærði læknisfræði í Ungverjalandi og útskrifaðist árið 2017. Sveinn Andri er lögfræðingur og stendur í ströngu þessa dagana en hann er verjandi Sindra Snæs Birgissonar sem ákærður er í hryðjuverkamálinu svokallaða. 

Smartland óskar þeim góðs gengis í lífsins öldugangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda