Seldi EXIT-bílinn eftir „fíaskó“ sumarsins

Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa.
Sigurður Elí ekur nú um á Range Rover-jeppa. Samsett mynd

Sigurður Elí Bergsteinsson, eigandi skemmtistaðarins EXIT og matsölustaðarins Vefjunnar, tók þá ákvörðun í sumar að selja Porsche-bifreið sína með einkanúmerinu EXIT. Hann er aftur kominn á gamla Range Rover-jeppann og hefur kvatt bílnúmerið, allavega í bili.

„Ég seldi hann eftir „fíaskó“ sumarsins,“ útskýrir Sigurður Elí, sem enduropnar skemmtistaðinn EXIT í kvöld eftir endurbætur. „Ég kunni ekki við að láta sjá mig á bílnum eftir allt sem gekk á í sumar og fór bara inn á bílasölu og seldi þeim bílinn. 

Ég er kominn á gamla Range Rover-jeppann minn og viðurkenni alveg að ég var farinn að sakna hans,“ segir hann og hlær. 

Ljósmynd/Aðsend

Yfirgefin og í sérmerktu stæði

Porsche-bifreið Sigurðar Elís vakti ómælda athygli á sumarmánuðum þegar hún sást yfirgefin á umferðareyju í Reykjavík og einnig þegar henni var lagt í sérmerkt stæði fyrir hreyfihamlaða fyrir utan Landsbankann og héraðsdóm Reykjaness örfáum dögum seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda