Kristín Jónsdóttir á tímamótum

Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krist­ín Jóns­dótt­ir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur, stendur í ströngu á skjálfta- og gosvaktinni. Dagurinn er einnig stór í einkalífinu en Kristín fagnar fimmtugsafmæli sínu í dag. Fjallað er afmæli Kristínar í Morgunblaðinu.

Á Íslandi eru stundum talað um jarðfræðinga eins og rokkstjörnur. Ef svo mætti að orði komast er Kristín án efa ein skærasta stjarnan. Þegar Kristín talar þá hlustar þjóðin enda meiri spenna fyrir eldgosi en jólunum um þessar mundir. 

Kristín er framúrskarandi vísindamaður með doktorspróf frá Háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. 

„Ég var að rannsaka Kötluskjálfta og einnig jarðskjálftavirkni á Suðurlandi. Á þessu tímabili var mikil virkni í Kötlu, sérstaklega frá 2002, og þetta voru skrítnir skjálftar. Ég setti fram tvær megintilgátur; annars vegar að virknin væri vegna eldstöðvarinnar Kötlu og hins vegar vegna veðurtengdra þátta þar sem jökullinn lék hlutverk. Við skiljum betur núna að ástæða skjálftanna var í raun hægt skrið á óstöðugri hlíð í vesturhluta Mýrdalsjökuls. Hlíðin hefur smám saman húrrað niður og þá verða til lágtíðniskjálftar,“ sagði Kristín þegar hún útskýrði doktorsritgerð sína í viðtali við Sunnudagsmoggann árið 2021. 

Syngur og spilar

Tónlistin skipar stóran sess í lífi Kristínar sem hefur sungið í kórum heima og erlendis.

„Ég var alltaf í músík og lærði á fiðlu. Ég var í tónlistarskóla og í MH var ég á tónlistarbraut og eðlisfræðibraut. Mér fannst bæði skemmtilegt og ég vissi ekki hvort ég vildi verða tónlistarmaður eða vísindamaður. Einhvern tímann mætti ég óæfð í fiðlutíma og kennarinn var frekar pirraður og sagði að ég yrði að fara að ákveða mig, hvort ég ætlaði að leggja fyrir mig tónlist eða ekki. Þá ákvað ég að verða ekki fiðluleikari,“ sagði Kristín í sama viðtali en hún dansar líka afródans. 

Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni
Kristín Jónsdóttir, fag­stjóri nátt­úru­vá­r hjá Veður­stof­unni mbl.is/Kristinn Magnússon

Hefur áhuga á hönnun

Kristín hefur vakið athygli fyrir fallegan klæðaburð og skemmtilega gleraugnatísku. Hún hefur áhuga á hönnun en segir það ekki skilgreina sig. 

„Þetta er bara eitt­hvað sem ég hef líka mik­inn áhuga á. Ég er meðvituð um um­hverf­is­mál og nota föt­in mín vel og kaupi sjald­an ný. Skipti frek­ar við syst­ur og vin­kon­ur og kaupi notað ef ég get. Mér finnst kon­ur í vís­ind­um og kon­ur sem á að taka trú­an­leg­ar geta verið alls kon­ar. Þær þurfa ekki að vera málaðar eða í fín­um föt­um en þær mega það al­veg líka. Ég hef upp­lifað að ekki sé tekið mark á kon­um ef þær eru komn­ar í fín föt og mikið málaðar og mér finnst það auðvitað ekk­ert í lagi,“ sagði Kristín í viðtali við Smartland. 

Smartland óskar Kristínu til hamingju með afmælið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda