Lík kærastans fannst á sama stað og lík systurinnar

Lilja Sigurðardóttir rithöfundur er einn vinsælasti spennusagnahöfundur þjóðarinnar. Í samstarfi Smartlands og Forlagsins talar hún um sína nýjustu afurð Dauðadjúp sprunga. Hún fjallar um ógn, ofbeldi, blekkingar og trúnó. Tvíeykið Áróra og Daníel eru á sínum stað og líður henni betur eftir að lík systur hennar fannst loksins.  Morðmálið er hinsvegar óleyst. Peningaþvætti sem hún rannsakar reynist annað og meira, og brátt liggja þræðirnir á ný í Engihjallann, heim til systurinnar sem dó.

„Það er einhvern veginn þannig að maður laðast að dimmari hliðum mannlífsins, maður vill skoða svona erfiða og hættulega hluti en úr sínum eigin hægindastól heima,“ segir Lilja og bætir við:

„Ég held að það sé það sem glæpasagnahöfundar eru að gera, þeir eru að skapa fólki svona leikfimi fyrir tilfinningalífið,“ segir hún. 

Lilja hefur verið tilnefnd til virtra glæpasagnaverðlauna, svo sem Gullrýtingsins og Petrona-verðlaunanna, og hlotið fjölda annarra viðurkenninga. Dauðadjúp sprunga er ellefta glæpasaga hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál